Notkun svartolíu bönnuð í landhelgi Íslands

Skemmtiferðaskip í Sundahöfn. Reglugerðarbreytingarnar kveða á um að leyfilegt brennisteinsinnihald …
Skemmtiferðaskip í Sundahöfn. Reglugerðarbreytingarnar kveða á um að leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti sem notað er innan landhelgi Íslands og innsævis verður lækkað úr 3,5% niður í 0,1%. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Um­hverf­is- og auðlindaráðuneytið ósk­ar nú eft­ir um­sögn­um um drög að reglu­gerðarbreyt­ingu sem bann­ar notk­un svartol­íu inn­an ís­lenskr­ar land­helgi. Auk til­ætlaðs ávinn­ings fyr­ir lofts­lagið er breyt­ing­unni ætlað að stuðla að aukn­um loft­gæðum við strend­ur Íslands og hvetja til notk­un­ar á lofts­lagsvænni orku­gjöf­um á skip­um, að því er seg­ir í frétt á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Fyr­ir­hugað bann er m.a. liður í að fram­fylgja aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í lofts­lags­mál­um, sem og stjórn­arsátt­mála, en frest­ur til að skila um­sögn­um um drög­in er til 7. júní nk.

„Svartol­ía“ er sam­heiti yfir þung­ar og seig­ar ol­í­ur sem geta inni­haldið hátt hlut­fall brenni­steins og er svartol­ía m.a. notuð í skipa­sigl­ing­um. Hún meng­ar meira en annað eldsneyti og los­ar mikið af sóti út í and­rúms­loftið er hún brenn­ur. 

Reglu­gerðarbreyt­ing­arn­ar kveða á um að leyfi­legt brenni­steins­inni­hald í skipa­eldsneyti sem notað er inn­an land­helgi Íslands og inn­sævis verður lækkað úr 3,5% niður í 0,1% þann 1. janú­ar 2020.

Sama dag eiga að taka gildi breyt­ing­ar inn­an meng­un­ar­lög­sög­unn­ar, en utan land­helg­inn­ar lækk­ar leyfi­legt brenni­steins­inni­hald í skipa­eldsneyti niður í 0,5%. Þess má geta að brenni­steins­inni­hald þeirr­ar svartol­íu sem var markaðssett hér á landi árið 2017 var á bil­inu 0,64-1,94%, en meðaltalið á heimsvísu, sam­kvæmt gögn­um frá Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­inni (IMO), var 2,59%.

mbl.is