Nærri nítján stundir af orkupakkaumræðu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þing­fund­ur stend­ur enn yfir á Alþingi, en þar hafa þing­menn Miðflokks­ins rætt um inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans í alla nótt. Fund­ur hófst kl. 15:31 í gær og hef­ur nú staðið yfir í á nítj­ándu klukku­stund.

[Viðbót: Þing­fundi var slitið kl. 10:26 og stóð fund­ur­inn því yfir í tæp­ar nítj­án stund­ir.]

Núna á tí­unda tím­an­um stigu Miðflokks­menn í ræðustól og ræddu um fund­ar­stjórn for­seta. Þeir vildu fá svör við því hversu lengi til viðbót­ar þing­fund­ur myndi standa. Nefndu þing­menn meðal ann­ars að þeim hefði verið boðið til 90 ára af­mæl­is­fagnaðar Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem hefst kl. 11 í dag.

Sagði Þor­steinn Sæ­munds­son að Sjálf­stæðis­flokkn­um yrði „lít­ill sómi sýnd­ur“ með því að láta þing­fund standa á meðan að þeirri hátíð stæði og ekki væri hægt að ætl­ast til þess að þeirra þing­menn kæmu til fund­ar á meðan að af­mæl­inu væri fagnað.

Sagði þing­menn geta lokið umræðu með skjót­um hætti

„Umræður hafa staðið lengi, nú er kom­inn bjart­ur og heiður dag­ur og nú er hægt að halda umræðu áfram í björtu,“ sagði Guðjón S. Brjáns­son þá úr for­seta­stóli og upp­skár nokk­urn hlát­ur í þingsal.

„Það eru fjór­ir þing­menn hátt­virt­ir á mæl­enda­skrá. Ef að vilji hátt­virtra Miðflokksþing­manna stend­ur til þess að ljúka umræðunni þá er það mögu­legt með skjót­um hætti, þannig að það raski ekki af­mæl­is­fagnaði sjálf­stæðismanna, en að öðru leyti mun­um við halda áfram enn um sinn umræðunni,“ sagði Guðjón og bætti því við að það yrði þó „ekki gert svo lengi að þeir hátt­virt­ir þing­menn sem boðið er til af­mæl­is­fagnaðar nái ekki þeim viðburði.“

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og einn varaforseta Alþingis, sagði …
Guðjón S. Brjáns­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og einn vara­for­seta Alþing­is, sagði að umræða myndi ekki standa fram yfir af­mæl­is­fögnuð sjálf­stæðismanna. mbl.is/​Eggert

Af þess­um orðum Guðjóns má ráða að þing­fund­in­um verði slitið fyr­ir kl. 11 í dag, en einnig var rætt um fund­ar­stjórn for­seta á svipuðum nót­um á þriðja tím­an­um í nótt.

Lýstu áhyggj­um af vel­ferð starfs­fólks þings­ins

Þá spurðu þing­menn Guðjón Brjáns­son, sem einnig sat þá í stóli for­seta, hve lengi enn þing­fund­ur myndi standa og lýstu bæði Bergþór Ólason og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son yfir áhyggj­um af vel­ferð starfs­manna Alþing­is og nefndu að for­seti þings­ins væri að reyna að þreyta þing­menn Miðflokks­ins til upp­gjaf­ar.

„Þetta er óboðlegt gagn­vart starfs­mönn­um Alþing­is. Ég vor­kenni okk­ur þing­mönn­um nú minna en starfs­mönn­un­um því við velj­um að vera þarna,“ sagði Bergþór og Sig­mund­ur Davíð sagði að hann teldi að aldrei í sögu þings­ins hefði for­seti þings­ins „nálg­ast mál­in með þeim hætti að reyna að fela umræðuna með því að láta hana helst fara fram um miðja nótt eða að morgni dags.“

Bergþór Ólason sagði að forysta þingsins væri að reyna að …
Bergþór Ólason sagði að for­ysta þings­ins væri að reyna að þreyta miðflokks­menn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hann sagði að Miðflokks­menn myndu ekki þreyt­ast á að „tala um þetta mál sem varðar slíka grund­vall­ar­hags­muni þjóðar­inna.“

„Leik­hús fá­rán­leik­ans“ hafi „náð nýj­um hæðum“

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þingmaður Vinstri grænna, mætti einnig í þingsal­inn og kvaddi sér hljóðs und­ir þess­um lið og sagði „leik­hús fá­rán­leik­ans“ hafa „náð nýj­um hæðum“.

„Ég held að hátt­virt­ir þing­menn Miðflokks­ins, sem hafa haldið hér þing­inu í þess­um umræðum hér fram eft­ir næt­ur dag eft­ir dag ættu að skamm­ast sín fyr­ir að vera að draga núna starfs­fólk Alþing­is, sem hef­ur þurft að hlaupa eft­ir þeirra duttl­ung­um, inn í þessa umræðu.“

Hann gerði orð Bergþórs Ólason­ar, um að verið væri að þreyta Miðflokks­menn til þess að fá til að gef­ast upp, að um­tals­efni.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði að hann teldi …
Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði að hann teldi þing­menn Miðflokks­ins eiga að skamm­ast sín fyr­ir að draga starfs­fólk þings­ins inn í umræðuna. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Í hvaða sand­kassa­leik erum við for­seti? Við erum á Alþingi Íslend­inga þar sem við ræðum um mál og náum fram lýðræðis­leg­um vilja með at­kvæðagreiðslu. Það er full­kom­lega í hönd­um hátt­virtra þing­manna Miðflokks­ins að hleypa starfs­fólki heim. Það er í þeirra hönd­um,“ sagði Kol­beinn.

Þorsteinn Sæmundsson.
Þor­steinn Sæ­munds­son. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Miðflokks­menn voru ekki sátt­ir með þessi orð Kol­beins og sögðu þing­menn flokks­ins í ræðum sín­um í kjöl­farið að það væri svo að for­seti þings­ins stýrði dag­skránni.

Þor­steinn Sæ­munds­son sagði að hann hefði alltaf „gam­an að því þegar þing­menn Vinstri grænna koma þegar aðrir eru í málþófi og segj­ast vera björt mey og hrein.“

„Það finnst mér alltaf skemmti­legt,“ sagði Þor­steinn og bætti við að hann teldi að ekki nokk­ur ein­asti stjórn­mála­flokk­ur hefði stundað málþóf í meira mæli en Vinstri græn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina