37% aukning í afla strandveiðibáta

Komið úr strandróðri.
Komið úr strandróðri. Ljósmynd/Raufarhafnarhöfn

Strandveiðarnar hafa farið afar vel af stað. Í maí var afli báta á öllum svæðum meiri en á síðasta ári auk þess sem mun fleiri bátar eru byrjaðir. Kemur þetta fram á vef Landssambands smábátaeigenda.

Heildaraflinn við lok 13. dags strandveiða, sl. fimmtudag, var orðinn 1.960 tonn sem er 37% meira en á sama tíma á síðasta ári. Þar af er þorskaflinn 1.861 tonn. Mesta aukningin er á svæði D sem nær yfir suðurströnd landsins og vestur um land, til Borgarbyggðar. Aflinn þar fer úr 285 tonnum í 519 tonn sem er 82% aukning.

Fiskistofa hefur gefið út 507 leyfi til veiða og hafa 457 bátar byrjað, talsvert fleiri en í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: