37% aukning í afla strandveiðibáta

Komið úr strandróðri.
Komið úr strandróðri. Ljósmynd/Raufarhafnarhöfn

Strand­veiðarn­ar hafa farið afar vel af stað. Í maí var afli báta á öll­um svæðum meiri en á síðasta ári auk þess sem mun fleiri bát­ar eru byrjaðir. Kem­ur þetta fram á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda.

Heild­arafl­inn við lok 13. dags strand­veiða, sl. fimmtu­dag, var orðinn 1.960 tonn sem er 37% meira en á sama tíma á síðasta ári. Þar af er þorskafl­inn 1.861 tonn. Mesta aukn­ing­in er á svæði D sem nær yfir suður­strönd lands­ins og vest­ur um land, til Borg­ar­byggðar. Afl­inn þar fer úr 285 tonn­um í 519 tonn sem er 82% aukn­ing.

Fiski­stofa hef­ur gefið út 507 leyfi til veiða og hafa 457 bát­ar byrjað, tals­vert fleiri en í fyrra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: