Ísland mun leggja sitt af mörkum

Bjarni Benediktsson og Frans páfi takast í hendur.
Bjarni Benediktsson og Frans páfi takast í hendur. Ljósmynd/Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sagði Ísland ætla að leggja sitt af mörk­um til að mæta lofts­lags­vand­an­um, á fundi fjár­málaráðherra sem var hald­inn í Vatíkan­inu í dag.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu.

Vís­inda­aka­demía Páfag­arðs boðaði til fund­ar­ins, sem er liður í starfi ný­stofnaðs alþjóðlegs vett­vangs ráðherr­anna, CAPE.

Vett­vang­in­um er ætlað að hvetja til aðgerða í lofts­lags­mál­um í krafti reglu­verks og ákv­arðana á sviði rík­is­fjár­mála og fjár­mála­markaða. Bjarni sagði Ísland hafa verið leiðandi í orku­skipt­um með því að nýta hrein­ar auðlind­ir til hús­hit­un­ar og raf­orku­fram­leiðslu. Ætl­un­in væri að taka enn frek­ari skref, með orku­skipt­um í sam­göng­um og upp­bygg­ingu innviða fyr­ir raf­bíla, enda hefði rík­is­stjórn­in sett sér mark­mið um kol­efna­hlut­leysi árið 2040.

Jafn­framt gæti fram­lag Íslands falið í sér út­flutn­ing á þekk­ingu á nýt­ingu fall­orku og jarðhita, sem og áfram­hald­andi rann­sókn­ir og þróun, meðal ann­ars á niður­dæl­ingu kolt­ví­sýr­ings, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Ráðherr­arn­ir ræddu leiðir til að draga úr los­un, bæði tækni­lega og með skatta­leg­um hvöt­um, sem og aðgerðir til að binda kol­efni. Á fund­in­um kom fram að með upp­græðslu og nátt­úru­leg­um aðferðum til bind­ing­ar mætti draga úr kol­efni í and­rúms­loft­inu um 30% fram til árs­ins 2030.

Til umræðu var einnig út­gáfa grænna skulda­bréfa og hvernig breyta mætti fjár­fest­ing­ar­stefnu op­in­berra sjóða, með áherslu á græn verk­efni.

Undraðist aðgerðal­eysi á heimsvísu

Frans páfi ávarpaði fund­inn en í máli hans kom fram að aðgerðal­eysi á heimsvísu vekti furðu. Fyr­ir ein­ung­is tveim­ur vik­um hefði kolt­ví­sýr­ing­ur í and­rúms­lofti mælst meiri en nokkru sinni fyrr, eða 415 ppm og af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga væru ljós­ar um heim all­an.

„Við sjá­um hita­bylgj­ur, þurrka, skógar­elda, flóð og aðrar veður­fræðileg­ar ham­far­ir, hækk­andi yf­ir­borð sjáv­ar, sjúk­dóma og önn­ur vanda­mál sem eru al­var­leg­ur fyr­ir­boði um enn verri hluti ef við bregðumst ekki við og ger­um það af al­vöru,“ sagði páfi.

Í lok ræðu sinn­ar sagðist Frans páfi vona að ráðherr­arn­ir nýttu umboð sitt til að kom­ast að sam­komu­lagi um áætl­un sem byggðist á nýj­ustu upp­lýs­ing­um lofts­lags­vís­ind­anna, hreinni orku og ekki síst siðfræði mann­legr­ar virðing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina