Miðflokksmenn einir í salnum

Afar fámennt er í þingsal.
Afar fámennt er í þingsal. mbl.is/​Hari

Fá­mennt var í þingsal Alþing­is­húss­ins þegar ljós­mynd­ari mbl.is kíkti við fyr­ir skemmstu. Þar stend­ur önn­ur umræða um þriðja orkupakk­ann enn yfir, en þing­menn Miðflokks­ins hafa haldið uppi málþófi um málið und­an­farn­ar vik­ur.

Þing­fund­ur hófst klukk­an 15 og er þing­hald viku á eft­ir áætl­un. 

Á mæl­enda­skrá eru aðallega þing­menn Miðflokks­ins, þar á meðal Þor­steinn Sæ­munds­son með sína 32. ræðu í umræðunni og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son með sína 34. ræðu. 

Eini þingmaður­inn á mæl­enda­skrá sem ekki er í Miðflokkn­um er Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata. Hyggst hann halda sína þriðju ræðu í ann­arri umræðu um málið um­deilda.

mbl.is