„Ég hef fulla trú á framtíðinni“

Skrifað var und­ir stofn­un sam­starfs­vett­vangs stjórn­valda og fjölda stórra aðila …
Skrifað var und­ir stofn­un sam­starfs­vett­vangs stjórn­valda og fjölda stórra aðila í at­vinnu­líf­inu um sam­starf í lofts­lags­mál­um í dag. mbl.is/Eggert

Á nýj­um sam­starfs­vett­vangi stjórn­valda og fyr­ir­tækja, og hags­muna­sam­taka, verður unnið að því að sam­eina krafta til þess að vinna gegn lofts­lags­vánni. Einnig verður vett­vang­ur­inn nýtt­ur til þess að kynna ís­lenska starf­semi að þessu lút­andi er­lend­is.

„Hugs­un­in er að byggja upp sam­starfs­vett­vang til næstu ára til þess að efla ann­ars veg­ar út­flutn­ing orkuþekk­ing­ar á Íslandi og segja sög­una um hvað hef­ur verið gert vel hér á und­an­förn­um árum og hins veg­ar líka að vekja at­hygli á og vinna gegn þeirri lofts­lags­vá sem við erum að glíma við. Við höf­um skuld­bundið okk­ur til að vera kol­efn­is­hlut­laust land 2040,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, í sam­tali við mbl.is við til­efnið. Þetta var und­ir­ritað í ráðherra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu í dag.

Verða von­ir um að fyr­ir­tæki hefji að færa fórn­ir fyr­ir málstaðinn raun­hæf­ari með til­komu nýs sam­starfs­vett­vangs?

„Ég vil ekki endi­lega nota orðin fórn­ir eða boð og bönn. Ég vil mun frek­ar nota orðin sam­starf og tæki­færi til framtíðar. Það er al­veg ljóst að inn­an vé­banda okk­ar er vilji fyr­ir­tækja til að stíga stór skref í þessa átt,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín. „Til dæm­is með mót­vægisaðgerðum, eins og skóg­rækt og öðru slíku,“ seg­ir hann.

Hall­dór Benja­mín seg­ir stórt skref stigið í rétta átt í dag, blönduð lausn af mót­vægisaðgerðum og tækninýj­ung­um.

Þú hef­ur trú á þessu?

„Ég hef fulla trú á framtíðinni,“ seg­ir hann.

Árang­ur í lofts­lags­mál­um en samt hag­vöxt­ur

Sam­tök iðnaðar­ins leika stórt hlut­verk í nýj­um sam­starfs­vett­vangi og full­trúi þeirra hélt ræðu á fund­in­um í dag.

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sagði tækifæri felast í útflutningi …
Sig­urður Hann­es­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins sagði tæki­færi fel­ast í út­flutn­ingi ís­lenskr­ar þekk­ing­ar á um­hverf­is­lausn­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„At­vinnu­lífið styður mark­mið stjórn­valda um kol­efn­is­hlut­laust Ísland 2040. Það verður auðvitað heil­mik­il áskor­un en ég deili sann­fær­ingu for­sæt­is­ráðherra um að okk­ur mun tak­ast það,“ sagði Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, í ræðu sinni.

Sig­urður sagði snúið að halda hag­vexti gang­andi en samt grípa til aðgerða í lofts­lags­mál­um. „Það sem er auðvitað áhuga­vert hjá okk­ur er að við höf­um náð þess­um ár­angri ásamt því að vera hér með góðan hag­vöxt en það er ein­mitt stóra glím­an fram víð, sér í lagi í öðrum lönd­um,“ sagði Sig­urður.

„Sam­starf allra aðila er nauðsyn­legt til að ná ár­angri,“ sagði hann.

mbl.is