Hæsta einkunn úr MÍ markmið dúxins

Pétur flutti lagið „Bring Him Home“ úr söngleiknum Vesalingunum við …
Pétur flutti lagið „Bring Him Home“ úr söngleiknum Vesalingunum við útskriftarathöfnina. Ljósmynd/Hildur Elísabet Pétursdóttir

Pétur Ernir Svavarsson fékk hæstu meðaleinkunn sem nokkurn tímann hefur verið gefin við Menntaskólann á Ísafirði við útskrift skólans um síðustu helgi.

Pétur útskrifaðist á þremur árum af náttúrufræðibraut með 9,69 í meðaleinkunn en fyrra met var 9,67. Aðspurður segist Pétur ánægður með árangurinn en hann kom honum þó ekki beint í opna skjöldu.

„Ég var búinn að vera að fylgjast aðeins með þessu því það má segja að ég hafi haft þetta sem markmið. Eftir hverja önn sat ég við tölvuna og setti nýju einkunnirnar inn í Excel-skjal og reiknaði út meðaleinkunnina,“ segir Pétur og hlær.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Pétur mikla vinnu liggja að baki árangrinum en tónlistarnám sem hann stundar hafi hjálpað til við að halda einkunninni svo hárri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: