Svæfi umræðu að næturlagi

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, sakaði meirihlutann um tilraunir til …
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, sakaði meirihlutann um tilraunir til að svæfa umræðuna um orkupakkann. mbl.is/​Hari

Þing­mönn­um tókst ekki að kom­ast und­an því að ræða orkupakka­málið á eld­hús­dagsum­ræðum á Alþingi í kvöld. Sagði Karl Gauti Hjalta­son, þingmaður Miðfokks­ins, að meiri­hlut­inn hafi ekki „getað út­skýrt fyr­ir þjóðinni hverj­ar verða af­leiðing­ar þess ef þess­ir fyr­ir­var­ar stand­ast ekki.“

Sakaði hann meiri­hlut­ann um að reyna að svæfa málið.

„Í stað þess að upp­lýsa al­menn­ing um marg­ar og flókn­ar hliðar þessa máls, er umræðunni stýrt þannig að hún fari helst fram að næt­ur­lagi og hæst­virt­ur for­seti og þeir sem fara með dag­skrár­valdið slá nú bæði sín eig­in met og annarra í lengd funda á Alþingi í þeim til­gangi, að því er virðist, að svæfa umræðuna með áber­andi sam­verknaði fjöl­miðla.“

„Rík­is­stjórn­in fæst held­ur ekki – í sam­hengi við þetta mál – að ræða fjórða orkupakk­ann sem er full­smíðaður upp á þúsund blaðsíður,“ sagði Karl Gauti og bætti við að „sá pakki hef­ur ekki verið kynnt­ur þing­mönn­um á meðan sá þriðji ligg­ur hér fyr­ir til samþykkt­ar.“

Lýsti þingmaður­inn áhyggj­um af af­námi tak­mark­anna á inn­flutn­inga á hráu kjöti sem get­ur leitt til aukna hættu fyr­ir heilsu manna og dýra.

mbl.is