Gróðursetti tré með skólabörnum

„Við komum hingað fyrir jörðina okkar af því að við …
„Við komum hingað fyrir jörðina okkar af því að við erum að reyna að hugsa vel um hana,“ segja þau Elísabet Marta Jónasdóttir og Alexander Guðmundsson, nemendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn sem eru hér með Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra.

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, tók ásamt hópi grunn­skóla­barna í dag þátt í að gróður­setti trjá­plönt­ur í Þor­láks­skóg­um á Suður­landi, en börn­in taka þátt í fræðslu- og gróður­setn­ing­ar­verk­efni Yrkju­sjóðs.

Til­efni gróður­setn­ing­ar­inn­ar var að Yrkju­sjóður, Skóg­rækt­in og Land­græðslan hafa und­ir­ritað sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu um aukna gróður­setn­ingu grunn­skóla­barna og fræðslu fyr­ir þau um sam­spil kol­efn­is­bind­ing­ar, land­notk­un­ar og lofts­lags­mála, að því er seg­ir í frétt á vef Stjórn­ar­ráðsins. Er verk­efnið liður í aðgerðaáætl­un stjórn­valda í lofts­lags­mál­um og fell­ur und­ir áhersl­ur er lúta að kol­efn­is­bind­ingu og auk­inni fræðslu.

„Yrkju­sjóður hef­ur gert börn­um um allt land kleift að taka þátt í að binda kol­efni úr and­rúms­lofti. Með því að efla verk­efnið geta enn fleiri börn tekið þátt í að tak­ast á við eina stærstu áskor­un þess­ar­ar ald­ar, lofts­lags­vána. Verk­efnið fel­ur jafn­framt í sér end­ur­heimt birki­skóga og líf­rík­is lands­ins sem stjórn­völd leggja nú stór­aukna áherslu á,“ er haft eft­ir Guðmundi Inga í frétt­inni.

„Við kom­um hingað fyr­ir jörðina okk­ar af því að við erum að reyna að hugsa vel um hana. Meng­un­in er alltaf að verða meiri og meiri og það er gott fyr­ir jörðina að planta trjám,“ var haft eft­ir þeim Elísa­betu Mörtu Jón­as­dótt­ur og Al­ex­and­er Guðmunds­syni, nem­end­um í Grunn­skól­an­um í Þor­láks­höfn.

Yrkja – sjóður æsk­unn­ar til rækt­un­ar lands­ins (Yrkju­sjóður) var stofnaður í tengsl­um við af­mæli frú Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur og var fyrsta út­hlut­un úr sjóðnum árið 1992. Mark­mið sjóðsins er að kosta trjá­plönt­un grunn­skóla­barna á Íslandi og kynna þannig mik­il­vægi skóg­rækt­ar og rækt­un­ar al­mennt fyr­ir unga fólk­inu í land­inu.

Yrkja á í form­legu sam­starfi við alla grunn­skóla í land­inu og frá stofn­un sjóðsins hafa grunn­skóla­börn gróður­sett nærri 800 þúsund trjá­plönt­ur á hans veg­um. Ætla má að verk­efnið hafi bundið um 20.000 tonn af CO2.

Umhverfisráðherra og krakkar gróðursettu fallegar birkiplöntur í Þorláksskógum í dag.
Um­hverf­is­ráðherra og krakk­ar gróður­settu fal­leg­ar birki­plönt­ur í Þor­láks­skóg­um í dag. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið
mbl.is