Megum alls ekki hika

Christiana Figueres er stödd hér á landi.
Christiana Figueres er stödd hér á landi. Eggert Jóhannesson

„Átakið hefst hjá hverju og einu okk­ar. Hvort sem um er að ræða ein­stak­ling, fyr­ir­tæki, stofn­un, sveit­ar­fé­lag borg eða ríki. Öll þurf­um við að líta í eig­in barm og spyrja okk­ur hvað við get­um lagt af mörk­um. Það er skylda okk­ar allra, hvar sem við erum í heim­in­um, að helm­inga los­un gróður­húsaloft­teg­unda fyr­ir árið 2030. Það er alls ekki óvinn­andi verk. Með sam­stilltu átaki get­um við náð þessu mark­miði.“

Þetta seg­ir Christiana Figu­eres, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri ramma­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna (SÞ) um lofts­lags­breyt­ing­ar, en hún er meðal þátt­tak­enda í alþjóðlegri friðarráðstefnu manns­and­ans, eða Spi­rit of Humanity For­um, sem fram fer í Reykja­vík þessa dag­ana.

„Ef ég sann­færi sjálfa mig um að ég geti minnkað los­un um helm­ing á næstu tíu árum þá mun það ganga eft­ir. Sama máli gegn­ir um þjóðir sem heild. Auðvitað mun þetta ekki ger­ast á einni nóttu en við meg­um samt ekki missa móðinn. Ástandið er sann­ar­lega al­var­legt, það hef­ur enga þýðingu að fara í graf­göt­ur með það, en það er eigi að síður eng­in ástæða til að ör­vænta. Að því sögðu þá meg­um við eng­an tíma missa – við verðum að byrja núna að átta okk­ur á því hvernig við ætl­um að draga úr los­un um helm­ing. Ef við hik­um núna kann það að verða of seint.“

Figu­eres seg­ir til­gangs­laust að velta sér upp úr fortíðinni, mis­tök­um og eyðilegg­ingu sem þar hafi átt sér stað. „Það hef­ur enga þýðingu að horfa til baka. Það sem er búið og gert er ná­kvæm­lega það, búið og gert. Ég hef enga þörf fyr­ir að benda á söku­dólga; þetta er bara hluti af mann­kyns­sög­unni og við höf­um ná­kvæm­lega ekk­ert um það að segja úr þessu. Við get­um á hinn bóg­inn haft heil­mik­il áhrif á framtíðina.“

Ítar­lega er rætt í Figu­eres í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina