Aðeins kjarnorkustríð er stærri ógn

Frá loftslagsverkfalli ungmenna í London í maí.
Frá loftslagsverkfalli ungmenna í London í maí. AFP

Tutt­ugu dag­ar af ban­væn­um hita á ári. Horf­in vist­kerfi. Yfir millj­arður manna á ver­gangi. Þetta eru mögu­leg­ar at­b­urðarás­ir sem gætu tor­velt sam­fé­lög­um um heim all­an fyr­ir árið 2050 ef ekki verður gripið til skjótra og rót­tækra aðgerða til að ná taum­haldi á hlýn­un jarðar sam­kvæmt nýrri skýrslu ástr­alskr­ar hug­veitu sem CNN grein­ir frá í dag.

Ekki er um að ræða vís­inda­lega rann­sókn held­ur til­raun til að lýsa framtíðar­sýn sem er byggð á fyr­ir­liggj­andi rann­sókn­um.

Skýrsl­an mál­ar upp nöt­ur­lega mynd þar sem mat­væla­fram­leiðsla brest­ur og sum­ar af fjöl­menn­ustu borg­um heims eru að hluta til yf­ir­gefn­ar.

For­máli skýrsl­unn­ar er skrifaður af Chris Barrie, fyrr­ver­andi flota­for­ingja og yf­ir­manni ástr­alska varn­ar­liðsins og seg­ir þar meðal ann­ars að „á eft­ir kjarn­orku­stríði er hlýn­un jarðar af manna­völd­um stærsta ógn­in við líf manns­ins á jörðinni.“

„Dóms­dag­ur í framtíðinni er ekki óumflýj­an­leg­ur,“ seg­ir Barrie í for­mál­an­um. „En án án taf­ar­lausra og rót­tækra aðgerða eru horf­ur okk­ar bág­ar.“

Hnatt­ræn­ar hörm­ung­ar

Andrew King, lofts­lags­vís­indamaður við Mel­bour­ne-há­skóla sem vann ekki að skýrsl­unni, seg­ir að þær aðstæður sem þar er lýst séu „trú­an­leg­ar“ en að hann haldi ekki að siðmenn­ing muni líða und­ir lok fyr­ir árið 2050.

King seg­ist halda að mann­kynið muni standa frammi fyr­ir þeim vanda­mál­um sem minnst er á í skýrsl­unni fyr­ir árið 2050 en að ekki væri hægt að áætla strax hve út­breidd þau verða.

Sú framtíðar­sýn sem dreg­in er fram í skýrsl­unni er sú af hnatt­ræn­um hörm­ung­um. Höf­und­ar skýrsl­unn­ar, Dav­id Spratt og Ian Dun­lop sem hafa báðir rann­sakað hlýn­un jarðar árum sam­an, vara við því í skýrsl­unni að til­vist mann­kyns­ins á jörðinni staf­ar „veru­leg ógn af hlýn­un jarðar­inn­ar.“

Yfir millj­arður manni yrði á ver­gangi

Í skýrsl­unni byggja þeir á fyr­ir­liggj­andi gögn­um um lofts­lags­breyt­ing­ar síðustu ár og ára­tugi og spá fyr­ir um það að ef meðal­hiti hækk­ar um 3 gráður á cel­síus fyr­ir árið 2050 mun 55% af fólks­fjölda jarðar­inn­ar upp­lifa yfir 20 daga ár­lega af hita sem „manns­lík­am­inn ræður ekki við.“

Við slík­ar aðstæður munu fjöl­mörg vist­kerfi, meðal ann­ars á heim­skaut­un­um, í Amazon-regn­skóg­in­um og í kór­alrifj­um, hverfa.

Yfir Vest­ur-Afr­íku, suðræn svæði Suður-Am­er­íku, Mið-Aust­ur­lönd og Suðaust­ur-Asíu, yrðu yfir 100 dag­ar ár­lega þar sem hit­inn yrði ban­vænn og myndi það leiða til þess að um millj­arður manna færi á ver­gang.

Hækk­un á yf­ir­borði sjáv­ar myndi leiða til þess að fólk yf­ir­gæfi hluta af Múmbaí, Jakarta, Hong Kong, Shang­hai, Bang­kok og aðrar borg­ir. Um það bil 15 millj­ón­ir íbúa Bangla­desh gætu ekki búið þar leng­ur.

Millj­ón dýra­teg­und­ir á barmi út­rým­ing­ar

Skýrsl­an er ekki sú fyrsta sem var­ar við slík­um hörm­ung­um. Í mars síðastliðnum markaði skýrsla Sam­einuðu þjóðanna mik­il tíma­mót þegar varað við því að gluggi mann­kyns­ins til að grípa til aðgerða væri að lokast hratt. Spá­ir skýrsl­an fyr­ir um millj­ón­ir ótíma­bærra dauðsfalla vegna loft­meng­un­ar, mengaðra ferskvatna og upp­skeru­bresta.

Þá greindi önn­ur skýrsla á veg­um Sam­einuðu þjóðanna sem birt var í maí, frá því að um 75% af yf­ir­borði jarðar hefði verið „breytt til muna“ af manna­völd­um og að yfir millj­ón dýra­teg­unda væru á barmi út­rým­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina