Leggur til flatt loftslagsgjald

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ari Trausti Guðmunds­son, þingmaður Vinstri grænna, tel­ur að tími sé kom­inn til að stjórn­völd leggi á flatt lofts­lags­gjald, til hliðar við kol­efn­is­gjaldið, til að stemma stigu við lofts­lags­vand­an­um.

Gjaldið verði annað hvort lagt á alla skatt­greiðend­ur í land­inu eða á not­end­ur jarðefna­eldsneyt­is, eins og til dæm­is flug­fé­lög, bíla­leig­ur, einkaaðila og fyr­ir­tæki.

„Ég bendi á að 1.000 kr. á 250.000 gjald­end­ur gefa okk­ur fjórðung úr millj­arði, 250 millj­ón­ir króna á ári. Þannig að 2.000 krón­ur, 3.000 krón­ur…menn sjá glögg­lega hvert ég er að fara,“ sagði Ari Trausti á Alþingi und­ir dag­skrárliðnum störf þings­ins.

„Ég held að sá tími sé kom­inn núna, tíu árum áður en við eig­um að standa við Par­ís­ar­sam­komu­lagið, að við för­um virki­lega að íhuga þetta. Menn kvarta oft und­an skött­um en þetta væri ákaf­lega já­kvæður skatt­ur. Svo að ég segi við ykk­ur öll hér: Hugsið málið með mér,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina