Hefðbundin leið við Tungnaárjökul lokuð vegna loftslagsbreytinga

Starfsfólk Veðurstofunnar við gasmælingar í Bárðarbungu.
Starfsfólk Veðurstofunnar við gasmælingar í Bárðarbungu. Ljósmynd/Hrafnhildur Hannesdóttir

Tungna­ár­jök­ull hef­ur hopað svo mikið að svæðið fyr­ir fram­an hann er orðið ófært far­ar­tækj­um vegna aur­bleytu en þetta er í fyrsta skipti í 66 ára sögu vorferða Jökla­rann­sókn­ar­fé­lags Íslands sem það ger­ist.

Fram kem­ur á Face­book-síðu Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands að vorferðin hafi verið far­in ár­lega frá ár­inu 1953. Oft­ast er farið á Vatna­jök­ul úr vestri, um Jök­ul­heima og Tungna­ár­jök­ul. Á ár­un­um 1995-1998 var farið um Skála­fells­jök­ul og Jökla­sel þar sem Tungna­ár­jök­ull var ófær fyrstu árin eft­ir fram­hlaup Tungna­ár­jök­uls.

Fram kem­ur á síðunni að hop Tungna­ár­jök­uls sé bein af­leiðing hlýn­un­ar lofts­lags. 

Tungna­ár­jök­ull, eins og aðrir jökl­ar, hop­ar nú hratt og und­an hon­um er að koma land sem hef­ur verið hulið jökli í a.m.k. 500 ár. Lofts­lags­breyt­ing­arn­ar eru því farn­ar að gera rann­sókn­um á Vatna­jökli skrá­veifu því stysta leiðin í Grím­svötn, um Tungna­ár­jök­ul, er ekki leng­ur fær, a.m.k. eft­ir að kem­ur fram á vorið,“ kem­ur fram í færsl­unni.

Bent er á að drjúg­ur hluti þeirr­ar þekk­ing­ar sem aflað hef­ur verið um Grím­svötn og aðrar eld­stöðvar í Vatna­jökli er byggður á gögn­um sem aflað hef­ur verið í vorferðum. 

Í yf­ir­stand­andi ferð hafa sér­fræðing­ar Jarðvís­inda­stofn­un­ar unnið að ís­sjár­mæl­ing­um, mæl­ing­um á af­komu, rann­sókn­um á jarðhita í Grím­svötn­um og Kverk­fjöll­um. Einnig er unnið að mæl­ing­um á Bárðarbungu, m.a. á þeim breyt­ing­um sem orðið hafa sam­fara aukn­um jarðhita í Bárðarbungu í kjöl­far Holu­hrauns­goss­ins mikla 2014-2015. Þá seig askja Bárðarbungu um 65 metra. Veður­stof­an hef­ur á sama tíma unnið að viðhaldi jarðskjálfta- og GPS mæla á jökl­in­um, gert GPS mæl­ing­ar og at­hug­an­ir á gasút­streymi í Bárðarbungu og víðar.

mbl.is