Ný stjórnarskrá lausnin

Helgi Hrafn Gunnarsson á Alþingi.
Helgi Hrafn Gunnarsson á Alþingi. mbl.is/​Hari

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, sagði á Alþingi að umræðan um þriðja orkupakk­ann hefði verið af­greidd fyr­ir löngu síðan ef ný stjórn­ar­skrá hefði verið samþykkt.

Und­ir dag­skrárliðnum störf þings­ins sagði hann að í nýrri stjórn­ar­skrá væri að finna lausn­ir á þeirri umræðu sem hefði komið upp í tengsl­um við þriðja orkupakk­ann, meðal ann­ars um eigna­rétt yfir auðlind­um og framsal valds.

Hann sagði þriðja orkupakk­ann vera viðvör­un og að hlut­irn­ir geti farið í flækj­ur ef grund­vall­ar­atriði séu trössuð of lengi. Lausn­in sé að inn­leiða nýja stjórn­ar­skrá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina