Ein aðalleiðanna lokuð

Hopun veldur lokun leiðar á Vatnajökul.
Hopun veldur lokun leiðar á Vatnajökul. Ljósmynd/Andri Gunnarsson

Í fyrsta sinn í 66 ára sögu vorferða Jökla­rann­sókna­fé­lags Íslands fannst eng­in fær leið upp á Vatna­jök­ul um Tungna­ár­jök­ul. Or­sök­in er hop jök­uls­ins, en aur­bleyta hef­ur gert svæðið fyr­ir fram­an jök­ul­inn ófært.

Magnús Tumi Guðmunds­son jarðeðlis­fræðing­ur seg­ir þetta vera tákn­ræna birt­ing­ar­mynd lofts­lags­hlýn­un­ar, en leiðin um Tungna­ár­jök­ul er mik­il­væg leið upp á jök­ul­inn, m.a. með til­liti til björg­un­ar­leiðangra og ein skil­greindra aðalleiða.

Hann seg­ir kald­hæðnis­legt að hugsa til þess að jök­ul­hörf­un­in sjálf geri vís­inda­mönn­um erfitt fyr­ir við að fylgj­ast með henni.

Fundu enga leið fram­hjá aurn­um

„Lofts­lagið hef­ur farið hlýn­andi og hlýnað hratt síðustu u.þ.b. 25 árin. Tungna­ár­jök­ull mun senni­lega hlaupa fram aft­ur, hann er fram­hlaup­s­jök­ull,“ seg­ir Magnús Tumi, en jök­ull­inn hljóp fram árið 1945 og aft­ur árið 1995. „Ef hann hleyp­ur fram á fimm­tíu ára fresti, þá er langt í að hann gangi aft­ur yfir þetta svæði.“ Hóp­ur sem fór að jökl­in­um fyrr í vor fann enga leið fram­hjá aurn­um og fyr­ir ferðalang­ana í vorferð Jökla­rann­sókna­fé­lags­ins var af­leiðing­in sú að þeir þurftu að fara tvö­falt lengri leið frá Reykja­vík að bækistöðvum sín­um á Gríms­fjöll­um, en einnig eru bækistöðvar í Jök­ul­heim­um við jaðar Tungna­ár­jök­uls.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina