Mengun banar 100 þúsund börnum

Mengunarský yfir borginni Delí.
Mengunarský yfir borginni Delí. AFP

Sú mikla loft­meng­un sem hang­ir yfir ind­versk­um bæj­um og borg­um verður yfir 100 þúsund börn­um und­ir fimm ára aldri að bana á hverju ári. Þetta kem­ur fram í skýrslu sem var birt í morg­un.  

Miðstöð vís­inda- og um­hverf­is­mála (CSE) í borg­inni Delí skrifaði skýrsl­una sem var birt í tíma­rit­inu State of India´s En­vironment.

Ind­land hef­ur verið aft­ar­lega á mer­inni hvað um­hverf­is­mál varðar og í skýrslu Sam­einuðu þjóðanna í fyrra kom fram að 14 af 15 menguðustu borg­um ver­ald­ar væru ind­versk­ar. Þrátt fyr­ir ákall víða að úr heim­in­um skautuðu ind­versk­ir stjórn­mála­menn að mestu fram­hjá vand­an­um í síðustu þing­kosn­ing­um.

Fólk á ferðinni í Delí.
Fólk á ferðinni í Delí. AFP

Í skýrsl­unni sem var birt í morg­un kem­ur fram að loft­meng­un veld­ur 12,5% allra dauðsfalla í land­inu. Einnig kom þar fram að um 86% vatns­bóla á Indlandi væru „al­var­lega menguð“ og að þróun varðandi end­ur­nýj­an­lega orku í land­inu væri lít­il.

Í síðasta mánuði voru 280 þúsund raf­knú­in fara­tæki á Indlandi sem er aðeins brot af mark­miði sem hljóðaði upp á 15 til 16 millj­ón­ir árið 2020.

Útblást­ur gróður­húsaloft­teg­unda í land­inu jókst um rúm 20 pró­sent á ár­un­um 2010 til 2014, að því er seg­ir í skýrsl­unni.

mbl.is