Uppfærðu svör um orkupakkann

Atvinnuvegaráðuneytið segir breyttan texta í færslunni „spurt og svarað um …
Atvinnuvegaráðuneytið segir breyttan texta í færslunni „spurt og svarað um þriðja orkupakka ESB“ vera uppfærsla sem gefur ítarlegri svör.

Færsl­an á heimasíðu at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins und­ir heit­inu „spurn­ing­ar og svör um þriðja orkupakka ESB“ sem birt var í nóv­em­ber á síðasta ári, var breytt fyrsta apríl síðastliðinn. Ráðuneytið seg­ir að um upp­færslu sé að ræða og að hún sé ít­ar­legri en fyrri út­gáfa, að því er fram kem­ur í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is.

Í fyrri út­gáfu færsl­unn­ar, sem ráðuneytið hef­ur enn aðgengi­lega á vefn­um, var und­ir liðnum „leiðir þriðji orkupakk­inn til lagn­ingu sæ­strengs?“ meðal ann­ars velt upp sjón­ar­miði í umræðunni um að al­menn­ar regl­ur EES-samn­ings­ins mögu­lega gerðu það óheim­ilt að banna lagn­ingu sæ­strengs til raf­magns­flutn­inga milli Evr­ópu og Íslands.

Þessi hluti svars­ins við fyrr­nefnda spurn­ingu er ekki að finna í nýrri út­gáfu ráðuneyt­is­ins.

Ekki sjón­ar­mið ráðuneyt­is­ins

Þá sagði í fyrri út­gáfu að því hafi „verið velt upp, að þó að fjór­frels­is­regl­ur EES-samn­ings­ins komi ekki í veg fyr­ir að streng­ur á ís­lensku for­ráðasvæði og önn­ur mann­virki sem hon­um tengj­ast séu háð leyf­um sem byggja á lög­mæt­um sjón­ar­miðum, þá geri þær mögu­lega að verk­um að óheim­ilt sé að leggja for­takslaust bann við lagn­ingu strengs.“

„Sé það raun­in er sú staða uppi nú þegar, hef­ur verið það frá því að EES-samn­ing­ur­inn var samþykkt­ur fyr­ir um ald­ar­fjórðungi, og er með öllu ótengt þriðja orkupakk­an­um,“ stóð að lok­um á vef ráðuneyt­is­ins.

Í fyr­ir­spurn sem mbl.is sendi ráðuneyt­inu var meðal ann­ars spurt hvort ráðuneytið hafi breytt mati sínu á þess­um fyrr­greinda þætti. At­vinnu­vegaráðuneytið seg­ir: „Þarna er verið að vitna í það sem fram hafði komið í op­in­berri umræðu á þeim tíma um þriðja orkupakk­ann. Ráðuneytið hef­ur ekki tekið und­ir slík sjón­ar­mið, hvorki í þess­um texta né ann­arsstaðar.“

Segja upp­færsl­una ít­ar­legri

Í svari ráðuneyt­is­ins kem­ur fram að það tel­ur upp­færsl­una „nokkuð ít­ar­legri en sú fyrri.

Þá hafi hún verið „sett fram í ljósi þess að frá nóv­em­ber 2018 til apríl 2019 höfðu ýms­ar frek­ari spurn­ing­ar komið fram í op­in­berri umræðu um þriðja orkupakk­ann. Var síðari út­gáf­an því sett fram af hálfu ANR í þeirri viðleitni að reyna að upp­lýsa og skýra málið með al­menn­um hætti og bregðast við þeim spurn­ing­um sem fram höfðu komið.“

Skjá­skot
mbl.is