Greiða atkvæði um 14 frumvörp

Þingfundur hófst kl. 10 í morgun.
Þingfundur hófst kl. 10 í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þing­fund­ur hófst að nýju klukk­an 10 í morg­un. Á dag­skrá þings­ins eru 47 mál þar af verða greidd at­kvæði um 14 laga­frum­vörp. Þing­menn virðast ná að malla smám sam­an niður mála­list­ann en seinni umræða um þriðja orkupakk­ann er enn ekki lokið. 

Þing­fund­ur hófst á 2. umræðu um Höfðaborg­ar­samn­ing­inn um alþjóðleg trygg­ing­ar­rétt­indi í hreyf­an­leg­um búnaði og bók­un um búnað loft­fara. Með hon­um er meðal ann­ars stofnað til alþjóðlegra rétt­inda eig­enda, lán­veit­enda og leigu­sala í flug­vél­um, flug­véla­hreyfl­um og öðrum flug­véla­tengd­um hlut­um og þessi rétt­indi eru viður­kennd í öll­um samn­ings­ríkj­um. 

Seinna í dag verður fram­hald af seinni umræðu um þriðja orkupakk­ann. Á mæl­enda­skrá eru sjö þing­menn og óhætt er að segja að þau and­lit séu öll kunn­ug­leg þegar kem­ur að umræðu um þriðja orkupakk­ann. Þess má geta að Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son formaður Miðflokks­ins held­ur sína 45. ræðu und­ir þeim lið. 

Seinna í dag verða greidd at­kvæði um laga­frum­vörp­in 14. Þar á meðal er frum­varp um lækk­un virðis­auka­skatts á tíðar­vör­um og getnaðar­vörn­um en þetta frum­varp var lagt fram óbreytt frá ár­inu 2018.  

Í gær lauk þing­fundi klukk­an tæp­lega 11 eft­ir rúm­an hálf­an sól­ar­hring. Síðasta mál á dag­skrá í gær var umræða um frum­varp um Lýðskóla.   

mbl.is