Kleifaberg fær að veiða

Kleifaberg er rúmlega 40 ára gamalt frystiskip.
Kleifaberg er rúmlega 40 ára gamalt frystiskip.

At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið hef­ur fellt úr gildi ákvörðun Fiski­stofu að svipta skipið Kleif­a­berg RE-70 um leyfi til veiða í at­vinnu­skyni í 12 vik­ur vegna meints brott­kasts afla. Þetta kem­ur fram á vef stjórn­ar­ráðsins

Fiski­stofa byggði ákvörðun sína á grund­velli þess sem sást á fimm inn­send­um mynd­skeiðum. Fjög­ur mynd­skeiðanna voru frá ár­inu 2008 og 2010 og eitt frá ár­inu 2016. Í ljósi þess hve lang­ur tími leið frá meint­um brot­um, 8 – 10 ár, þar til kær­anda var til­kynnt um að málið væri til meðferðar hjá Fiski­stofu taldi ráðuneytið að það væri í and­stöðu við meðal­hófs­reglu stjórn­sýslu­laga að beita viður­lög­um vegna meintra brota. Ráðuneytið felldi því ákvörðun Fiski­stofu úr gildi að því leyti sem hún laut að meint­um brot­um frá ár­inu 2008 og 2010.

Eign­ar­spjöll frek­ar en brott­kast

Varðandi mynd­skeið frá ár­inu 2016, hafn­ar ráðuneytið túlk­un Fiski­stofu á 2. mgr. 2. gr. laga nr. 57/​1996, um að það telj­ist vera brott­kast þrátt fyr­ir að um sé að ræða eign­ar­spjöll af hálfu áhafn­ar­meðlims.

Ráðuneytið úr­sk­urðar að Fiski­stofu hafi borið að rann­saka bet­ur hvort um eign­ar­spjöll hafi verið að ræða frem­ur en brott­kast. Ráðuneytið taldi því að rann­sókn­a­regla 10. gr. stjórn­sýslu­laga hefði verið brot­in og vísaði þess­um hluta máls­ins aft­ur til meðferðar hjá Fiski­stofu.

mbl.is