Krafðir um 150 þúsund dollara

Thom Yorke á sviðinu í Laugardalshöll árið 2016.
Thom Yorke á sviðinu í Laugardalshöll árið 2016. Ófeigur Lýðsson

Fyr­ir skömmu tókst óprúttn­um aðila að hakka sig inn í tölvu­geymsl­ur breska tón­list­ar­manns­ins Thom Yor­ke, söngv­ara og aðallaga­höf­und­ar Radi­ohead. Þar tókst hakk­ar­an­um að hafa á brott 18 klst. af óút­gefnu efni og skiss­um og krafðist 150 þúsund doll­ara í lausn­ar­gjald gegn því að skila efn­inu.

Skemmst er frá því að segja að Yor­ke greiddi ekki lausn­ar­gjaldið og í síðustu viku lak allt þetta efni á netið, hörðustu aðdá­end­um sveit­ar­inn­ar lík­lega til mik­ill­ar ánægju. Um var að ræða hug­mynda­vinnu og hrá­ar upp­tök­ur gerðar á mini-disk, frá tíma­bil­inu þegar Yor­ke ásamt fé­lög­um sín­um í Radi­ohead vann að gerð plöt­unn­ar OK Compu­ter frá ár­inu 1997. 

Í dag gaf Radi­ohead efnið op­in­ber­lega út á Bandcamp og með því að greiða 18 doll­ara get­ur fólk kom­ist yfir það en all­ur ágóði renn­ur til Ext­incti­on Re­belli­on sem eru sam­tök aðgerðasinna sem berj­ast fyr­ir að mann­kynið horf­ist í augu við áhrif­in sem það hef­ur á líf­ríki jarðar og grípi til aðgerða.

Í til­kynn­ingu Yor­ke kem­ur fram að efnið hafi verið unnið frá ár­un­um 1995-1998, það sé mikið af því og það geti varla tal­ist nema hóf­lega áhuga­vert. Fólk geti rennt yfir það þar til því fari að leiðast og finni sér annað að gera.

Í ljósi þess að OK Compu­ter er al­mennt tal­in ein besta og áhrifa­mesta rokkplata sög­unn­ar eru þeir þó ef­laust marg­ir sem finnst inn­sýn­in sem lek­inn gef­ur inn í hvernig hug­mynda­vinna hjá Yor­ke fer fram, afar áhuga­verð. Hef­ur hon­um til að mynda verið lýst sem jafn­gildi þess að kom­ast yfir skiss­ur og minn­is­blöð lista­manna á borð við Lea­on­ar­do da Vinci.

mbl.is