Skrautleg jakkaföt voru áberandi á Tony-verðlaunahátíðinni um helgina. Jakkafötin voru ekki bara skrautleg heldur voru margar stjörnur einnig í fallega mynstruðum kjólum.Tony-verðlaunahátíðin var haldin í 73. sinn í New York um helgina. Í tilefni af hinsegin mánuði var bakgrunnurinn á rauða dreglinum í regnbogalitunum.
Listamaðurinn Billy Porter stal senunni, enn og aftur, í stórglæsilegum rauðum samfestingi með bleiku slöri. Skór leikarans Andre De Shields fóru þó langleiðina með að stela senunni af Porter.