Sönnunarbyrðin erfið

Kleifaberg RE-70 fær að veiða.
Kleifaberg RE-70 fær að veiða. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Það virðist ekki vera deilt um að um brott­kast hafi verið að ræða. Held­ur er horft til þess hvað þau [mynd­bönd­in] eru göm­ul,“ seg­ir Eyþór Björns­son Fiski­stofu­stjóri um úr­sk­urð At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is sem felldi úr gildi ákvörðun Fiski­stofu að svipta skipið Kleif­a­berg RE-70 um leyfi til veiða í at­vinnu­skyni í 12 vik­ur vegna meints brott­kasts afla.

„Nei. Í raun­inni ekki. Við fáum í hend­ur gögn sem sýna okk­ur af­drátt­ar­laus brot sem okk­ur ber að bregðast við. Það hefði verið áfell­is­dóm­ur að gera það ekki,“ seg­ir Eyþór spurður hvort úr­sk­urður­inn sé áfell­is­dóm­ur yfir vinnu­brögðum Fiski­stofu.

Eyþór seg­ir að nú sé unnið að því að kynna sér úr­sk­urðinn og rýna í hvaða leiðbein­ing­ar og skila­boð til Fiski­stofu séu þar að finna.

„Það eru sjón­ar­mið þarna sem við sáum ekki fyr­ir. Okk­ur sýn­ist, með þeim fyr­ir­vara að við erum ekki búin að kafa ofan í þetta, að ekki sé farið gegn því sjón­ar­miði sem við sett­um fram sem er að fyrn­ing­ar­á­kvæði al­mennra hegn­ing­ar­laga ætti ekki við. Það er í sjálfu sér ekki brugðist við því,“ seg­ir Eyþór.

Hann bend­ir á að ráðuneytið hafi hins veg­ar dregið önn­ur sjón­ar­mið fram í tengsl­um við elstu mynd­bönd­in sem eru fög­ur tals­ins og 8-10 ára göm­ul. Ráðuneytið tel­ur að þar sem lang­ur tími hafi liðið frá meint­um brot­um til meðferðar Fiski­stofu á mál­inu hafið það verið „í and­stöðu við meðal­hófs­reglu stjórn­sýslu­laga að beita viður­lög­um vegna meintra brota,“ eins og seg­ir í á vef Stjórn­ar­ráðsins. 

Ekki brott­kast held­ur eign­ar­spjöll

Í mynd­band­inu frá ár­inu 2016 er túlk­un Fiski­stofu hafnað að um brott­kast hafi verið að ræða held­ur eign­ar­spjöll af hálfu áhafn­ar­meðlims. „Ráðuneytið verður að svara fyr­ir það hvernig það fær þessa niður­stöðu út. Það sem við sjá­um út úr þessu er brott­kast,“ seg­ir Eyþór. 

Fiski­stofa verður að rann­saka þenn­an hluta bet­ur. Í þessu sam­hengi tek­ur hann fram að úr­sk­urður­inn sé góð leiðbein­ing og árétt­ing frá ráðuneyt­inu um að skoða þetta bet­ur. „Ef ég skil þetta rétt þá eru þetta sjón­ar­mið út­gerðar­inn­ar að þarna hafi verið um eign­ar­spjöll að ræða en ekki brott­kast. Við þurf­um að skoða þetta bet­ur hvað þetta ná­kvæm­lega þýðir,“ seg­ir hann. 

Mynda­vél­ar um borð í skip?

„Enn á ný fáum við það hraust­lega í and­litið hvað sönn­un­ar­byrðin í þess­um mál­um er erfið,“ seg­ir Eyþór og bæt­ir við „í mín­um huga staðfest­ir þetta að stjórn­valdið eins og Fiski­stofu, ef því á annað borð er ætlað að hafa eft­ir­lit með brott­kasti og að fyr­ir­byggja brott­kast, þá verður stjórn­valdið að hafa raun­tíma upp­lýs­ing­ar um hátt­erni úti á sjó,“ seg­ir hann. 

Hann bend­ir á að í slík­um til­vik­um er erfitt að setja hinn al­menna sjó­mann í þessa stöðu. „Annað hvort á hann að þegja og sætta sig við að um brott­kast sé að ræða eða að setja starfið sitt að veði og til­kynna um brotið. Þetta er ómögu­leg staða. Við höf­um eng­in tök á eft­ir­liti nema að vera til staðar og eina leiðin er mynda­véla­eft­ir­lit,“ seg­ir hann.

„Þetta er eðli stjórn­sýsl­unn­ar að ákvörðun frá lægra settu stjórn­valdi er kær­an­leg til ráðuneyt­is­ins sem er æðra stjórn­vald sem hef­ur eft­ir­lits­hlut­verk gagn­vart okk­ur og leiðbein­ing­ar­hlut­verk. Það er út­gangspunkt­ur­inn sem við horf­um á.” seg­ir hann spurður hvort ráðuneytið sé að grípa fram fyr­ir hend­urn­ar á Fiski­stofu með úr­sk­urði sín­um.  

Fiski­stofa fékk mynd­bönd­in árið 2018 og rann­sókn hófst fljót­lega eft­ir það.

Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri.
Eyþór Björns­son, Fiski­stofu­stjóri. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son
mbl.is