„Fiskistofa braut gegn áhöfn og útgerð“

Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir gleðiefni að úrskurður …
Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir gleðiefni að úrskurður Fiskistofu hafi verið felldur úr gildi. mbl.is/Árni Sæberg

Run­ólf­ur Viðar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Brims hf., seg­ir Fiski­stofu hafa brotið gegn áhöfn og út­gerð þegar stofn­un­in svipti Kleif­a­berg ER-70 leyfi til veiða í í at­vinnu­skyni 12 vik­ur.

„Úrsk­urður ráðuneyt­is­ins er gleðiefni. Hann staðfest­ir að Fiski­stofa braut gegn áhöfn og út­gerð Kleif­a­bergs með úr­sk­urði sín­um. Ég vona að það geti verið starfs­friður og Fiski­stofa vinni fag­lega,“ seg­ir Run­ólf­ur um að at­vinnu­vegaráðuneytið hafi ógilt úr­sk­urð Fiski­stofu.

Fiski­stofa svipti Kleif­a­berg leyfi til veiða í at­vinnu­skyni vegna meints brott­kasts í þrem­ur til­vik­um. Ráðuneytið taldi að tvö til­vik frá 2008 og 2010 væru fyrnd. Jafn­framt væri til­vikið frá 2016 eigna­spjöll áhafn­ar­manns, en ekki brott­kast.

Haft var eft­ir Eyþóri Björns­syni, for­stjóra Fiski­stofu, að stofn­un­in muni skoða niður­stöðu ráðuneyt­is­ins, en að aug­ljóst hafi verið að fram­in voru brot. Það hafi verið ald­ur mynd­band­anna sem hafi haft áhrif á niður­stöðuna.

mbl.is