Karlkyns ungum verður áfram slátrað

Hanar eru flokkaðir frá hænunum strax eftir að eggin klekjast …
Hanar eru flokkaðir frá hænunum strax eftir að eggin klekjast og ýmist kæfðir með gasi eða settir í kvarnir. AFP

Hænsna­bú­um í Þýskalandi verður áfram heim­ilt að sláta karl­kyns hænu­ung­um í massa­vís, alla­vega þar til tækni til þess að greina kyn unga áður en þeir klekj­ast verður aðgengi­legri, sam­kvæmt niður­stöðu æðsta dóm­stóls lands­ins í Leipzig í dag.

Talið er að yfir 45 millj­ón karl­kyns ung­um sé slátrað í Þýskalandi á hverju ári, þar sem þeir vaxa hæg­ar en kven­kyns ung­ar og henta verr til kjöt­fram­leiðslu, auk þess sem þeir eru með öllu gagns­laus­ir er kem­ur að eggja­f­ram­leiðslu.

Karl­kyns ung­ar eru því flokkaðir frá systr­um sín­um strax eft­ir að egg­in klekj­ast og ým­ist kæfðir með gasi eða sett­ir í kvarn­ir, sam­kvæmt því sem fram kem­ur í frétt BBC um málið.

Land­búnaðarráðherra Þýska­lands, Ju­lia Klöckner, hef­ur tekið til varna fyr­ir karl­kyns ung­ana og sagt slátrun þeirra „siðferðilega óá­sætt­an­lega“, at­hæfið beri að banna.

Frá mótmælum Peta í Leipzig í dag. Mótmælendur fleygja plast-ungum …
Frá mót­mæl­um Peta í Leipzig í dag. Mót­mæl­end­ur fleygja plast-ung­um í kvörn. AFP

Þetta mál hef­ur verið til meðferðar í þýska rétt­ar­kerf­inu allt frá ár­inu 2013, er sam­bands­ríkið Norður­rín-Vest­fal­ía lagði blátt bann við því að karl­kyns ung­ar yrðu drepn­ir strax eft­ir að þeir klekj­ast, en í dýra­vel­ferðarlög­gjöf Þýska­lands seg­ir að ekki megi valda hús­dýr­um skaða án þess að fyr­ir því séu hald­góðar ástæður.

Tvö hænsna­bú í sam­bandsr­rík­inu fóru í mál út af þess­ari ákvörðun og í kjöl­farið kvað und­ir­rétt­ur upp þá ákvörðun að mat­væla­fram­leiðsla væri nægi­lega hald­góð ástæða til þess að rétt­læta dráp­in.

Niðurstaða al­rík­is­dóm­stóls­ins í Leipzig í dag fel­ur þó í sér að þessi iðja verður ekki bönnuð í nú­ver­andi mynd fyrr en að tækni til þess að greina kyn unga í eggj­um áður en þeir klekj­ast verður orðin út­breidd og aðgengi­leg.

Hægt er að greina kyn ungans í egginu með sérstakri …
Hægt er að greina kyn ung­ans í egg­inu með sér­stakri tækni, sem er þó ekki orðin út­breidd. Það er verið að gera hér í þess­ar safn­mynd AFP, sem tek­in er á rann­sókna­stofu lækna­deild­ar­inn­ar við Tækni­há­skól­ann í Dres­den. AFP

Talsmaður stjórn­mála­afls Græn­ingja í Þýskalandi, Friedrich Ost­endorff, sagði að hann væri „undr­andi og von­svik­inn“ vegna ákvörðunar dóm­stóls­ins í Leipzig.

Lausn­in virðist senn nálg­ast

Bar­áttu­fólk fyr­ir dýra­vel­ferð víða um heim hef­ur lengi bar­ist fyr­ir því að slátrun nýklaktra unga verði hætt. Vís­inda­menn í mörg­um lönd­um hafa svo unnið að því að þróa aðferðir til þess að greina kyn unga áður en þeir klekj­ast og það hef­ur tek­ist.

Lítið hæsna­bú í Þýskalandi setti í fyrra svo­kölluð „dráps­laus“ egg á markað, en fyr­ir­tækið hef­ur sam­kvæmt frétt BBC fengið millj­ón­ir evra í ný­sköp­un­ar­styrk frá þýsk­um stjórn­völd­um til þess að þróa tækni til þess að kyn­greina ung­ana áður en egg­in klekj­ast. Frjóvguðu egg­in sem eru flokkuð frá eru svo nýtt í fram­leiðslu gælu­dýra­fóðurs.

Dráps­lausu egg­in, sem seld eru und­ir merk­inu Sel­eggt, fást nú í yfir 200 búðum í Þýskalandi og von­ast er eft­ir því að frek­ari út­breiðsla og þróun þess­ar­ar tækni verði til þess að dráp­un­um linni að lok­um.

Baráttufólk fyrir dýravelferð frá samtökunum Peta fyrir utan dómshúsið í …
Bar­áttu­fólk fyr­ir dýra­vel­ferð frá sam­tök­un­um Peta fyr­ir utan dóms­húsið í Leipzig í dag. AFP
mbl.is