„Komast einhvern tímann út í sumarið“

Steingrímur J. Sigfússon gerði hlé á þingfundi til 12.
Steingrímur J. Sigfússon gerði hlé á þingfundi til 12. mbl.is/​Hari

„Ósk hef­ur borist um að nú verði gert hlé á þess­um fundi og mun for­seti verða við því, þó að tím­inn sé orðinn dýr­mæt­ur okk­ur þing­mönn­um ef við vilj­um kom­ast ein­hvern tím­ann út í sum­arið eða haustið. En í von um að það verði þá mik­ils metið og við vinn­um upp þann tíma sem nú fer í fund­ar­hléð verður þess­um fundi frestað til klukk­an 12,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son for­seti Alþing­is.

Þing­fundi hef­ur verið frestað til há­deg­is en á þeim 9 mín­út­um sem hann stóð, frá um 10.33 til 10.42, voru at­kvæði greidd um 10 mál. 

Sam­eig­in­leg um­sýsla höf­und­ar­rétt­ar var af­greidd úr ann­arri umræðu í þriðju umræðu svo að segja með ein­róma at­kvæðagreiðslum.

Þessi frum­vörp voru samþykkt end­an­lega og send til rík­is­stjórn­ar: frum­varp um þjóðgarðinn á Þing­völl­um, frum­varp um fryst­ingu fjár­muna og skrán­ingu aðila á lista yfir þving­un­araðgerðir í tengsl­um við fjár­mögn­un hryðju­verka og út­breiðslu gereyðing­ar­vopna, frum­varp um stjórn­sýslu bú­vöru­mála, frum­varp um veit­ingastaði, gisti­staði og skemmt­ana­hald, frum­varp um inn­stæðutrygg­ing­ar og trygg­inga­kerfi fyr­ir fjár­festa, frum­varp um skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda, frum­varp um verðbréfaviðskipti og frum­varp um meðferð einka­mála.

Þegar greidd voru at­kvæði um stjórn­sýslu bú­vöru­mála gerði Jón Þór Ólafs­son þingmaður Pírata grein fyr­ir at­kvæði sínu þar sem hann sagði heilla­skref að færa stjórn­sýslu bú­vöru­mála yfir til ráðuneyt­is frá Mat­væla­stofn­un, ef rétt væri að staðið.

Þing­fund­ur hefst aft­ur klukk­an 12 og eru þá nokk­ur mál til umræðu sem eru stödd í ann­arri umræðu. Þar á meðal er frum­varp um kjararáð, Þjóðarsjóð, sam­ein­ingu Seðlabanka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og um fisk­eldi. Að lokn­um þess­um umræðum er þriðji orkupakk­inn í 20. sæti. Enn ligg­ur ekki fyr­ir hvenær breytt fjár­mála­áætl­un kem­ur úr nefnd­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina