Fjárlaganefnd bara að „bora í nefið“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir …
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir nefndina í biðstöðu á meðan ekki berast gögn frá fjármálaráðuneytinu. mbl.is/Eggert

„Við vit­um ekk­ert hvað er að fara að breyt­ast. Ég hef ekki hug­mynd um það,“ seg­ir Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata og nefnd­armaður í fjár­laga­nefnd, um stöðuna inn­an henn­ar.

„Við höf­um bara heyrt að það séu ein­hverj­ir veik­leik­ar sem þurfi að bregðast við en meira en það vit­um við ekki. Þar af leiðandi erum við bara að bora í nefið,“ seg­ir hann. Fjár­laga­nefnd bíður boðanna frá fjár­málaráðuneyt­inu til að geta haldið áfram störf­um.

Til þess að þinglok megi verða þyrfti breytt fjár­mála­stefna að vera fest í lög inni á þingi og til þess að hún geti yf­ir­leitt verið tek­in til umræðu þar inni verður hún fyrst að koma út úr fjár­laga­nefnd. Fjár­laga­nefnd bíður eft­ir gögn­um frá fjár­málaráðuneyt­inu um hvaða breyt­ing­ar skuli gerðar á áætl­un­inni, fyr­ir­mæl­um um hvort bregðast þurfi við ein­hverj­um „veik­leik­um“ í áætl­un­inni.

Að sögn Björns Levís gæti dæmi um slík­an veik­leika verið annaðhvort niður­skurður í ein­hverj­um mála­flokki til að mæta minnkuðum tekj­um rík­is­sjóðs eða þá lag­fær­ing til að mæta fjár­skorti á ein­hverju sviði sem á ein­hvern hátt var ófyr­ir­sjá­an­leg­ur við gerð fjár­mála­áætl­un­ar­inn­ar.

Björn Leví seg­ir að nefnd­in hafi ekki minnstu hug­mynd um hvað kunni að koma frá fjár­málaráðuneyt­inu í þess­um efn­um, ekki einu sinni um um­fang til­lagn­anna. „Satt að segja erum við bara í al­gerri biðstöðu, sem er dá­lítið vand­ræðal­egt.“

„Ég skil það bara vel að þetta sé haft sem …
„Ég skil það bara vel að þetta sé haft sem erfiðast fyr­ir Miðflokk­inn þarna, því þeir eiga ekki betra skilið í raun og veru,“ seg­ir Björn Leví. Mynd er af Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Miðflokks­ins, í ræðustól. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Farsi í gangi“

Björn Leví seg­ir í raun heppi­legt fyr­ir rík­is­stjórn­ina að enn eigi eft­ir að huga að öðrum mál­um en fjár­mála­áætl­un­inni. „Þetta væri rosa­lega vand­ræðal­egt ef ekki hefði verið fyr­ir málþófið og þingið væri ann­ars bara búið,“ seg­ir hann.

Um stöðuna á þing­inu að öðru leyti en í sam­bandi við fjár­mála­áætl­un­ina seg­ir Björn Leví að Pírat­ar hafi fengið leiðrétt­ing­ar og lag­fær­ing­ar á þeim mál­um sem þeir hafa haft efa­semd­ir um. Þeir séu til­bún­ir í þinglok.

Erfitt hef­ur reynst að semja um þinglok. „Þetta er sodd­an farsi sem er í gangi. Eins og Inga Sæ­land benti á er fólk kannski komið á fund og að fara að skrifa und­ir og þá er bætt við einu máli í viðbót. Það er ekk­ert hægt að semja við fólk sem ger­ir svo­leiðis og þegar Bjarni [Bene­dikts­son fjár­málaráðherra] kem­ur þarna inn og seg­ir bara nei, við tök­um ekki þátt í þessu, er það bara fínt líka, því þetta er rugl sem er í gangi hjá þeim,“ seg­ir Björn Leví og á þar við Miðflokk­inn.

„Ég skil það bara vel að þetta sé haft sem erfiðast fyr­ir Miðflokk­inn þarna, því þeir eiga ekki betra skilið í raun og veru,“ bæt­ir hann við. 

mbl.is