„Þessi gaur er goðsögn,“ sagði þýski tónlistaráhugamaðurinn Simon um tónlistarspekúlantinn Arnar Eggert Thoroddssen eftir að hafa gengið um bæinn með honum og fræðst um íslenska tónlistarsögu. mbl.is slóst með í för í tónlistarröltið sem Arnar Eggert hefur stundað undanfarin misseri en honum telst til að ferðirnar séu að nálgast þriðja hundraðið.
Hægt er að bóka ferðir í tónlistarröltið á airbnb. Í ferðunum sem taka um klukkustund segir Arnar Eggert bransasögur af helstu stjörnum íslenskrar tónlistar en útskýrir jafnframt hvernig tónlistarmenningin hefur þróast í gegnum síðustu áratugi hér á landi.