„Þessi gaur er goðsögn!“

00:00
00:00

„Þessi gaur er goðsögn,“ sagði þýski tón­listaráhugamaður­inn Simon um tón­list­ar­spek­úl­ant­inn Arn­ar Eggert Thorodds­sen eft­ir að hafa gengið um bæ­inn með hon­um og fræðst um ís­lenska tón­list­ar­sögu. mbl.is slóst með í för í tón­list­arröltið sem Arn­ar Eggert hef­ur stundað und­an­far­in miss­eri en hon­um telst til að ferðirn­ar séu að nálg­ast þriðja hundraðið.

Hægt er að bóka ferðir í tón­list­arröltið á airbnb. Í ferðunum sem taka um klukku­stund seg­ir Arn­ar Eggert bransa­sög­ur af helstu stjörn­um ís­lenskr­ar tón­list­ar en út­skýr­ir jafn­framt hvernig tón­list­ar­menn­ing­in hef­ur þró­ast í gegn­um síðustu ára­tugi hér á landi.

The Reykja­vik Music Walk 

mbl.is