Ráfandi ísbjörn í rússneskri borg

00:00
00:00

Ísbjörn sást ráfandi við verk­smiðju í borg­inni Norilsk í norður­hluta Rúss­lands, sem er nyrsta borg í heimi, mörg hundruð kíló­metra frá nátt­úru­leg­um heim­kynn­um sín­um.

Starfs­menn í iðnaðar­verk­smiðju í borg­inni fylgd­ust vel með ferðum kven­kyns ís­bjarn­ar­ins en af mynd­um af dæma virðist björn­inn leita að æti.

Sam­kvæmt frétt BBC gæti dýrið ein­fald­lega hafa villst. Sér­fræðing­ar munu fljót­lega skoða björn­inn og þá verða ör­lög hans ákveðin.

Lofts­lags­breyt­ing­ar hafa haft gríðarleg áhrif á búsvæði ís­bjarna og neytt þá til að leita að æti á landi.

Neyðarástandi var lýst yfir í fe­brú­ar þegar rúm­lega tíu ís­birn­ir komu á land í nokkr­um bæj­um og þorp­um á heim­skauta­svæðinu í Rússlandi. 

Ísbjörn. Mynd úr safni.
Ísbjörn. Mynd úr safni. AFP
mbl.is