Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason og kærasta hans Nathalia Soliani eru komin heim til Íslands frá Ítalíu og gistu á Hótel Rangá í nótt.
Rúrik og Soliani voru að sjálfsögðu í brúðkaupi Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur um helgina á Ítalíu.
Soliani sýndi frá ævintýrum þeirra á Instagram í gær, en þau skoðuðu meðal annars Seljalandsfoss á ferð sinni um Suðurland. Þau skelltu sér svo í pottinn á Hótel Rangá um miðnætti eftir viðburðaríkan dag.
Soliani skrifaði á Instagram að íslenskur strákur hafi stolið hjarta hennar einu sinni og að nú sé landið einnig búið að stela hjarta hennar.