Vilja einstök „gaströll“ í stóriðjuna

Við undirritun viljayfirlýsingarinar í dag.
Við undirritun viljayfirlýsingarinar í dag. mbl.is/​Hari

„Þetta er krefj­andi og viðamikið brautryðjanda verk­efni og mik­il­vægt að all­ir legg­ist á eitt. Það lýs­ir metnað stóriðjunn­ar á Íslandi að við séum hérna sam­an kom­in til að und­ir­rita vilja­yf­ir­lýs­ingu um að gera bet­ur,“ sagði Rann­veig Rist, for­stjóri Rio Tinto Alcan við und­ir­rit­un vilja­yf­ir­lýs­ing­ar stjórn­valda, stóriðjunn­ar og Orku­veitu Reykja­vík­ur um kol­efn­is­hreins­un og -bind­ingu á Íslandi.

Und­ir­rit­un­in fór fram í dag í Ráðherra­bú­staðnum og var „Car­bFix“ aðferð Orku­veitu Reykja­vík­ur í brenni­depli.

Rannveig Rist hélt stutta tölu við undirritunina.
Rann­veig Rist hélt stutta tölu við und­ir­rit­un­ina. mbl.is/​​Hari

„Við erum að reyna að finna ís­lenskt orð yfir Car­bFix, er það kannski gaströll?“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra eft­ir að Rann­veig líkti umbreyt­ingu gass­ins í stein við tröll sem verður sól­inni að bráð, en aðferðin hef­ur einnig verið þekkt sem gas í grjót- aðferðin.

Bjarni Bjarna­son, for­stjóri OR, sagði í ávarpi sínu við und­ir­rit­un­ina að aðferðin væri bæði ódýr og ör­ugg og kosti ekki meira kol­efniskvóti og það sé því borðliggj­andi fyr­ir ís­lenska stóriðju að eyða þá frem­ur fjár­magni í kol­efn­is­hreins­un en í kvóta.

„Þetta seg­ir okk­ur að vís­indi borga sig. Pen­ingi sem varið er í vís­indi og þróun er ekki kastað á glæ. Þetta er eina aðferð sinna teg­und­ar og al­veg ein­stök á heimsvísu,“ sagði Bjarni, en aðferðin er hug­ar­smíð OR, Há­skóla Íslands og annarra er­lendra aðila.

Aðferðin ein­stök á heimsvísu

OR hef­ur nú í fimm ár unnið að kol­efn­is­hreins­un við Hell­is­heiðar­virkj­un og hef­ur ár­ang­ur­inn farið fram úr vænt­ing­um að sögn Bjarna.

„Und­ir Hell­is­heiða-virkj­un er mjög ungt basalt og í því er mikið af sprung­um eða eins og loft­ból­um. Við tök­um gasstrók­inn úr virkj­un­inni og hreins­um úr hon­um með ein­faldri aðferð all­an kolt­ví­sýr­ing og brenni­steins­efni, en þess­ar loft­teg­und­ir hafa þann eig­in­leika að leys­ast upp í vatni.

Bjarni Bjarnasson, forstjóri OR greindi frá CarbFix við undirritunina og …
Bjarni Bjarnas­son, for­stjóri OR greindi frá Car­bFix við und­ir­rit­un­ina og held­ur hér á grjóti sem eitt sinn var brenni­steins­efni og kolt­ví­sýr­ing­ur. mbl.is/​​Hari

„Þannig að við hreins­um loftið og und­ir þrýst­ing dæl­um við þessu niður í 800 metra dýpi þar sem þetta streym­ir út í bergið. Það vill svo skemmti­lega til að efna­fræðin í basalt­inu hent­ar svo vel þannig að kolt­ví­sýr­ing­ur­inn verður að kalsíti og brenni­steinsvetnið verður að glópagulli.

„Þegar þetta er orðið að steini er það fast í berg­inu um ald­ur og ævi og er þar með úr sög­unni. Það er svo mikið rúm­mál í berg­inu á Íslandi að við get­um losað okk­ur við all­an brenni­stein og kolt­ví­sýr­ing frá Hell­is­heiðavirkj­un um ókomna tíð,“ seg­ir Bjarni, en í dag hrein­ar lof­hreins­istöðin við Hell­is­heiðar­virkj­un um 75% af brenni­steins­efn­um og kolt­ví­sýr­ingi frá virkj­un­inni.

Ætla að kol­efn­is­hreinsa virkj­un­ina að fullu

Nú hef­ur OR tekið ákvörðun um að stækka loft­hreins­istöðina svo að hreinsa megi virkj­un­ina að fullu á næstu árum.

„Þá verður hún fyrsta og eina jarðhita­virkj­un í heimi sem er spor­laus. Hún megn­ar ekki í loft, hún meng­ar ekki á jörðu, hún meng­ar ekki í grunn­vatn. Við mun­um ná þessu mark­miði inn­an nokkra ára og tækn­in er búin að sanna sig að fullu. Þessi stöð mal­ar eins og kött­ur all­an sóla­hring­inn og slær aldrei feil­púst og kostnaður­inn er mjög lít­ill. Við erum í raun búin að spara Orku­veitu Reykja­vík­ur um 13 millj­arða króna með þess­ari aðferð. Við get­um sagt með sanni að vís­ind­in borgi sig.“

Ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir …
Ráðherr­arn­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, Lilja Al­freðsdótt­ir og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir virða fyr­ir sér grjótið. mbl.is/​​Hari

Sam­kvæmt vilja­yf­ir­lýs­ing­unni verður rann­sakað til hlít­ar hvort að Car­bFix, eða gaströlla-aðferðin, geti orðið tækni­lega og fjár­hags­lega raun­hæf­ur kost­ur til þess að draga úr los­un kolt­ví­sýr­ings frá stóriðju á ís­landi. Þá munu fyr­ir­tæk­in sem að yf­ir­lýs­ing­unni standa, leita leiða til að verða kol­efn­is­hlut­laus árið 2040, líkt og Hell­is­heiðar­virkj­un mun verða fyrst allra virkj­ana í heimi á næstu árum.

„Við vit­um ekki hvernig mun ganga að nota þessa aðferð í stóriðjunni, en vilja­yf­ir­lýs­ing­in sem skrifað var und­ir í dag snýst um að finna út úr því. Þetta er mjög spenn­andi þró­un­ar­verk­efni og þetta er eins kon­ar stöðugjald fyr­ir car­bfix aðferðina eða gas í grjót aðferðina og viður­kenn­ing stjórn­valda og stóriðjunn­ar á að þetta sé spenn­andi verk­efni. Þetta er mik­ill gleðidag­ur,“ seg­ir Bjarni.

Mik­il­vægt að taka eitt skref í einu

Bjarni seg­ir mik­il­vægt að taka eitt skref í einu í átt að kol­efn­is­hlut­leysi stóriðjunn­ar á Íslandi, en að ef vel gangi komi Car­bFix-aðferðin til með að hafa gríðarleg áhrif á kol­efn­is­spor Íslands á næstu ára­tug­um.

„Ef að stóriðjan öll myndi hreinsa sig að fullu sem er kannski alltof bratt mark­mið held ég, en ef svo væri staðan myndi los­un Íslands miðað við stöðuna í dag vera svona um 40% af heild­inni sem væri stærsta um­hverf­is­verk­efni sem við höf­um ráðist í. En það er lang­ur veg­ur í það en þetta er mjög mik­il­vægt og skemmti­legt fyrsta skref að stóriðjan og stjórn­völd skuli vilja vinna með okk­ur og við erum mjög ánægð að fá að vinna með stóriðjunni og hjálpa þeim að draga úr los­un.“

mbl.is