Macron vildi Merkel sem forseta í ESB

Macron hefði viljað sjá Merkel hætta sem Þýskalandskanslari og taka …
Macron hefði viljað sjá Merkel hætta sem Þýskalandskanslari og taka við stöðu forseta framkvæmdastjórnar ESB. AFP

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti seg­ir að hann hefði stutt Ang­elu Merkel í embætti for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins hefði hún gefið kost á sér. Þetta kem­ur fram í viðtali við Reu­ters-frétta­veit­una.

„Að sjálf­sögðu hefði ég gert það, því ég tel að við þurf­um ein­hvern sterk­an í embættið. Evr­ópa þarf nýtt og traust and­lit, og per­són­ur sem end­ur­spegla það,“ sagði for­set­inn en hann er meðal þeirra sem þrýsta á um að kona muni taka við embætt­inu nú þegar Jean-Clau­de Juncker læt­ur af störf­um í lok októ­ber. Eng­in kona hef­ur gegnt embætt­inu.

Skip­an nýs for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar er í hönd­um leiðtográðs Evr­ópu­sam­bands­ins, sem í sitja ým­ist for­set­ar eða for­sæt­is­ráðherr­ar aðild­ar­ríkja. Leiðtoga­fund­ur þeirra stend­ur nú yfir í Brus­sel og hef­ur skip­an nýs for­seta verið til umræðu.

Eng­in samstaða um odd­vit­ana á þingi

Macron sagði í sam­tali við fjöl­miðla í dag ljóst að eng­in samstaða væri um að að gera odd­vita (spitzenk­andi­dat) neinn­ar af þeim þrem­ur fylk­ing­um, sem mest fylgi fengu í Evr­ópuþing­kosn­ing­un­um í maí, að for­seta, þrátt fyr­ir að í Lissa­bon-sátt­mál­an­um sé kveðið á um að leiðtogaráðið skuli hafa niður­stöður þing­kosn­ing­anna til hliðsjón­ar við út­nefn­ing­una. Evr­ópuþingið þarf enda að staðfesta út­nefn­ing­una.

Þar grein­ir Macron og Merkel raun­ar á, því Merkel hef­ur stutt, í það minnsta að nafn­inu til, Man­fred We­ber, odd­vita hægri­banda­lags­ins EPP og flokks­bróður sinn úr Kristi­lega demó­krata­flokkn­um í Þýskalandi, í embættið.

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kveður senn.
Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, kveður senn. AFP

Dan­ir til met­orða?

Talið er mögu­legt að Macron vilji sjá hina dönsku Mar­gret­he Vesta­ger, sam­keppn­is­stjóra ESB, gegna embætt­inu. Hún til­heyr­ir frjáls­lynda banda­lagi Macron (Renew Europe, áður ALDE) sem hlaut góða kosn­ingu en flokk­ar sem til­heyra banda­lag­inu svo sem Ven­stre, flokk­ur Lars Løkke for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, hlutu 106 þing­sæti af 751 og bættu við sig flest­um sæt­um allra fylk­inga á þing­inu.

Þá hef­ur nafn Michel Barnier, aðal­samn­inga­manns Evr­ópu­sam­bands­ins í viðræðunum um út­göngu Breta úr sam­band­inu, einnig verið nefnt í því skyni en Barnier þykir hafa staðið sig feiki­vel í því starfi. Barnier, sem er Frakki, er meðlim­ur í hægri­banda­lagi Merkel, EPP og á því sitt­hvað sam­eig­in­legt með þeim báðum, Macron og Merkel.

Margrethe Vestager á kosningavöku Radikale Venstre, miðjuflokksins danska, í síðasta …
Mar­gret­he Vesta­ger á kosn­inga­vöku Radikale Ven­stre, miðju­flokks­ins danska, í síðasta mánuði. Hún sat áður á danska þing­inu fyr­ir flokk­inn og gegndi embætti viðskiptaráðherra í rík­is­stjórn Helle Thorn­ing-Schmidt. AFP

Eins þykir Helle Thorn­ing-Schmidt, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur og nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Barna­heilla, Save the Children, vera mögu­leg­ur kandí­dat, annaðhvort sem for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar eða leiðtogaráðsins, en Don­ald Tusk hinn pólski læt­ur af embæti 1. des­em­ber.

Ólík­legt þykir að út­nefn­ing for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar verði leidd til lykta í dag, en einnig þarf að út­nefna for­seta Evr­ópuþings­ins og for­seta leiðtogaráðsins og munu leiðtog­arn­ir að öll­um lík­ind­um vilja gæta jafn­ræðis milli kynja, álfu­hluta og stjórn­mála­skoðana hinna út­völdu. Auka­fund­ur leiðtogaráðsins fer fram 30. júní þar sem telja má víst að málið verði af­greitt áður en nýtt Evr­ópuþing kem­ur sam­an til fyrsta fund­ar 2. júlí.

mbl.is