Ísbjörn á leiðinni?

Hvítabirnir geta fylgt hafís.
Hvítabirnir geta fylgt hafís. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Mögu­leiki er á að hvíta­björn fylgi haf­ís­breiðu sem var 25 sjó­míl­ur, eða rúma 46 kíló­metra, utan við Kög­ur í gær­morg­un og þokast að öll­um lík­ind­um nær landi.

„Áður fyrr voru birn­ir að koma þegar það var mjög mik­ill ís sem var kom­inn nán­ast al­veg upp í land­steina. Eft­ir 2008 fór­um við að lenda í því að birn­ir kæmu af þver­öfug­um ástæðum, af því að þeir lentu í vand­ræðum vegna þess að ísþekj­an er í raun að bráðna und­an þeim.“

Hvíta­birn­ir geta synt allt að 200 kíló­metr­um svo að ef björn er á ís­breiðunni ætti hann að eiga auðvelt með að ná Íslandi á sundi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í  Morg­un­blaðinu í dag.

Kögur.
Kög­ur. Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands

Kög­ur er hamranúp­ur, um 590 m y.s., aust­an við Fljóta­vík. Þar er alþjóðlega mik­il­væg sjó­fugla­byggð, svo til ein­göngu fýll. Kög­ur er inn­an Horn­strandafriðlands sem var friðlýst 1975, að því er seg­ir á vef Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: