Bandaríkin gerðu tölvuárás á eldflaugavarnarkerfi Írans og njósnakerfi landsins eftir að dróni Bandaríkjahers var skotinn niður af Írönum. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, heimilaði tölvudeild hersins að gera slíka árás á Íran að því er fram kemur í frétt Washington Post í gær skömmu eftir að forsetinn greini frá því að hann myndi kynna frekari refsiaðgerðir í garð Írana eftir helgi.
Árásin lamaði tölvukerfið sem annast stjórn á eldflaugaskotum að því er segir í frétt Washington Post en samkvæmt Yahoo News var einnig gerð tölvuárás á njósnahóp sem ber ábyrgð á eftirliti með skipum á Persaflóa.