Talsverð færsla á hafísnum

Facebook-síða eldfjalla- og náttúruvársviðs HÍ

Rat­sjár­mynd frá því í morg­un, sem aðeins nær yfir aust­asta hluta haf­íss­ins, sýn­ir tals­verða færslu á ísn­um síðastliðinn sól­ar­hring, eða um 15 sjó­míl­ur til aust­urs.

Hann er nú tæp­ar 28 sjó­míl­ur norður af Horni, en þar sem mynd­in náði yfir tak­markað svæði er ekki hægt að full­yrða að þar sé hann næst landi, seg­ir í Face­book-færslu eld­fjalla- og nátt­úru­vár­hóps Há­skóla Íslands.

Að sögn Ingi­bjarg­ar Jóns­dótt­ur, dós­ents í land­fræði við Há­skóla Íslands er mögu­leiki á að hvíta­björn fylgi breiðunni en þeir geta synt hátt í 200 kíló­metra.

„Það sem skipt­ir miklu máli er að sjófar­end­ur séu meðvitaðir um haf­ís­inn. Við erum orðin svo vön því að hafa lítið af hon­um. Núna eru auðvitað skemmti­ferðaskip og svona á ferðinni sem eru ekki byggð til að fara í ís­inn svo það er kannski aðal­hætt­an að fólk viti ekki af hon­um. Það eru þarna spang­ir sem eru svo­lítið langt frá meg­in­ísn­um og það er kannski eitt­hvað sem fólk býst ekki við,“ seg­ir hún í viðtali við Morg­un­blaðið í gær.

Reynsl­an sýn­ir að birn­ir geti komið á land þó að ís­inn sé ekki al­veg upp við land, að sögn Ingi­bjarg­ar.

„Áður fyrr voru birn­ir að koma þegar það var mjög mik­ill ís sem var kom­inn nán­ast al­veg upp í land­steina. Eft­ir árið 2008 fór­um við að lenda í því að birn­ir kæmu af þver­öfug­um ástæðum, af því að þeir lentu í vand­ræðum vegna þess að ísþekj­an er í raun að bráðna und­an þeim. Ísinn er í straumi sem er að fær­ast aust­ur á bóg­inn. Svo kemst ís­inn inn í hlýrri sjó og þá bráðna mjög stór­ar breiður af hon­um á sama tíma. Þá eru birn­irn­ir kannski komn­ir það aust­ar­lega að það er ein­fald­ara fyr­ir þá að fara upp í land held­ur en að ná upp í meg­in­ís­jaðar­inn sem er vest­ar.“

Ingi­björg seg­ir að lofts­lags­breyt­ing­ar séu ástæða þess að ís­inn bráðni hraðar und­an björn­un­um.

„Þetta teng­ist veðurfars­breyt­ing­um því að ís­inn er hlut­falls­lega orðinn miklu þynnri svo það tek­ur hann skemmri tíma að bráðna þegar hann byrj­ar að bráðna. Hann var miklu þykk­ari áður og meira af því sem við köll­um fjölær­an ís, ís sem kem­ur úr Norður-Íshafi og er kannski þriggja til fimm metra þykk­ur. Þá gátu þeir kannski frek­ar reddað sér upp á slíka jaka eða eitt­hvað slíkt ef það fór að bráðna en nú erum við aðallega með fyrsta árs ís sem er þynnri, kannski rúm­ur metri á þykkt.“

Ingi­björg seg­ir það ein­ung­is í neyð sem birn­irn­ir leiti upp á land. „Það kem­ur ekki til af góðu. Þeir at­hafna sig best á ísn­um, þar ná þeir í seli og annað slíkt.“

mbl.is