Stærsti samningur í sögu Kolviðar

Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðs, og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, …
Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðs, og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, við undirritun samningsins. Ljósmynd/Aðsend

Bláa lónið hef­ur samið við Kolvið um að kol­efnis­jafna rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins frá og með ár­inu 2019, en mark­miðið er að binda kol­efni sem fell­ur til vegna allr­ar starf­semi Bláa lóns­ins og er um að ræða stærsta samn­ing sem Kolviður hef­ur gert við nokk­urt fyr­ir­tæki á Íslandi fram til þessa.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu. Kol­efn­is­bind­ing­in á sér stað í gróðri og jarðvegi með land­græðslu og skóg­rækt sem Kolviður hef­ur um­sjón með og er áætlað að gróður­setja um 18 þúsund tré ár­lega.

„Um­hverf­is­mál eru okk­ur hug­leik­inn og með þessu fram­taki vilj­um við gefa gest­um okk­ar kost á því að kol­efnis­jafna alla upp­lif­un­ina, frá upp­hafi til enda,“ seg­ir Grím­ur Sæ­mundsen, for­stjóri Bláa Lóns­ins. „Við stefn­um jafn­framt á að draga enn frek­ar úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda með ýms­um um­bóta­verk­efn­um sem munu skila meiri fjár­hags­leg­um ávinn­ingi en áður.“

mbl.is