Varar við aðskilnaði vegna loftslagsvár

Varað hefur verið við því að hækkandi hitastig muni hafa …
Varað hefur verið við því að hækkandi hitastig muni hafa hvað mest áhrif á fátækustu íbúa jarðarinnar. AFP

Sér­fræðing­ur hjá Sam­einuðu þjóðunum var­ar við mögu­legri „lofts­lagsaðskilnaðar­stefnu“ (e. clima­te apart­heid) í nýrri skýrslu og seg­ir að með auk­inni lofts­lags­vá muni þeir ríku geta borgað til að forðast hung­ur á meðan rest­in af heims­byggðinni þjá­ist.

Phil­ip Al­st­on, sér­fræðing­ur um sára­fá­tækt hjá SÞ, seg­ir að jafn­vel þó að öll­um nú­ver­andi mark­miðum verði mætt verði millj­ón­ir manna alls­laus­ir vegna lofts­lags­breyt­inga.

Þá gagn­rýn­ir Al­st­on í skýrslu sinni, sem gef­in var út á mánu­dag, aðgerðir Sam­einuðu þjóðanna vegna lofts­lags­vár­inn­ar og seg­ir þær aug­ljós­lega ófull­nægj­andi.

Áður hef­ur verið við því varað að hækk­andi hita­stig muni hafa hvað mest áhrif á fá­tæk­ustu íbúa jarðar­inn­ar, en bú­ist er við því að mat­ar­skort­ur og átök þeirra vegna geti brot­ist út með hækk­andi hita. Þá er gert ráð fyr­ir því að þró­un­ar­lönd muni þurfa að þola 75% af áhrif­um lofts­lags­vár­inn­ar, þrátt fyr­ir að þau séu aðeins ábyrg fyr­ir 10% af los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

Frétt BBC

mbl.is