70% hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum

Jökulsárlón tók að myndast um 1935 og hefur síðan stækkað …
Jökulsárlón tók að myndast um 1935 og hefur síðan stækkað til muna eftir því sem Breiðamerkurjökull hopar. mbl.is/Ómar

70% lands­manna segj­ast hafa mikl­ar áhyggj­ur af hlýn­un jarðar. Þá hafa 21% áhyggj­ur  í meðallagi, en 11% lands­manna segj­ast hafa litl­ar eða mjög litl­ar áhyggj­ur. Þetta kem­ur fram í könn­un MMR sem tek­in var 23.-29. maí en birt­ist í dag.

Lofts­lags­á­hyggj­ur liggja þyngst á stuðnings­fólki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar en 96% stuðnings­manna flokks­ins hafa mikl­ar eða mjög mikl­ar áhyggj­ur af lofts­lags­vánni, sam­an­borið við 36% stuðnings­manna Miðflokks, sem minnst­ar áhyggj­ur hafa.

All­ir ald­urs­hóp­ar láta sig lofts­lags­breyt­ing­ar varða, þótt áhyggj­urn­ar séu mest­ar í yngsta ald­urs­hópn­um, 18-29 ára þar sem 77% segj­ast hafa mikl­ar áhyggj­ur. Minnst­ar eru þær í ald­urs­hópn­um 50-67 ára, 63%.

Þá eru íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins ei­lítið áhyggju­fyllri en íbú­ar lands­byggðar, 72% sam­an­borið við 61%.

mbl.is