Ís og sólarvörn fyrir dýrin

00:00
00:00

Víða í Evr­ópu má sjá fólk reyna að kæla sig í gos­brunn­um og í dýra­görðum fá dýr­in fros­inn fisk og mangó-ís­kök­ur að éta. Hót­elkeðjur bjóða eldri borg­ara vel­komna inn í loft­kæld rými hót­ela til að kæla sig niður án end­ur­gjalds. Allt er gert til að bæta líðan manna og málleys­ingja í hita­bylgj­unni. 

Milana er að kafna úr hita í dýragarðinum.
Mil­ana er að kafna úr hita í dýrag­arðinum. AFP

Hit­inn hef­ur farið yfir 40 gráður í Frakklandi, Spáni og Grikklandi í dag og gripu ein­hverj­ir skól­ar til þess ráðs í Frakklandi að loka í dag og á morg­un. Það er aft­ur á móti ekki al­gilt en skóla­leyfi hefjast um helg­ina í Frakklandi og í Par­ís verður kennt í dag og á morg­un.

Á Spáni eru gróðureld­ar farn­ir úr bönd­um á ein­hverj­um svæðum. Hita­bylgj­an sem varað hef­ur verið við í marga daga er mætt með til­heyr­andi meng­un. Um­ferð meng­andi bif­reiða hef­ur verið bönnuð í mörg­um borg­um Frakk­lands og aukið álag er á sjúkra­hús­um vegna hita­tengdra veik­inda. 

Skógar­eld­ur í Tor­re del Espanol í Katalón­íu hef­ur farið úr bönd­um og taka hundruð slökkviliðsmanna þátt í bar­átt­unni við að hemja hann með litl­um ár­angri.

Sólarvörn borin á dýrin.
Sól­ar­vörn bor­in á dýr­in. AFP

Í Mílanó lést rúm­lega sjö­tug­ur heim­il­is­laus maður á aðal­braut­ar­stöðinni eft­ir að hafa kvartað und­an van­líðan í hit­an­um.

Í Bordeaux-Pessac-dýrag­arðinum í Frakklandi gæða dýr­in sér á ís­kök­um og í Serengeti-dýrag­arðinum skammt fyr­ir utan Hano­ver í Þýskalandi er jafn­vel bor­in sól­ar­vörn á ein­hverja íbúa til að verja þá fyr­ir hættu­leg­um geisl­um sól­ar­inn­ar.

AFP

Heil­brigðisráðherra Frakk­lands, Agnés Buzyn, var í viðtali við France 2 í morg­un og þar greindi hún frá ýms­um úrræðum. Eins gagn­rýndi hún ábyrgðarleysi sumra til að mynda þeirra sem hlusta ekki á varnaðarorð og fara út að skokka í há­deg­inu þegar heit­ast er. Jafn­vel for­eldr­ar hika ekki við að skilja börn sín eft­ir ein í bíln­um á meðan þeir ganga ým­issa er­inda. Eða hafa ekki fyr­ir því að setja hatt eða eitt­hvað á höfuð barna sinna áður en þau fara með þau út að ganga. 

AFP

Þegar var slegið nýtt meðal­hita­met í júní í Frakklandi í gær og vænt­an­lega verður nýtt met slegið í dag. Á morg­un er spáð 42-44 stiga hita á ein­hverj­um stöðum í Frakklandi og er app­el­sínu­gul viðvör­un í gangi í nán­ast öllu land­inu. Ekki er úti­lokað að á morg­un verði hita­met allra tíma slegið í Frakklandi en það er síðan 12. ág­úst 2003 þegar hit­inn mæld­ist 44,1 gráða íSaint-Christol-les-Ales og Conqu­eyrac í Gard-héraði. Á laug­ar­dag­inn er spáð 38-40 stiga hita í Par­ís. 

Í Par­ís, Lyon, Marseille og Strass­borg hafa verið sett­ar mikl­ar höml­ur á akst­ur bif­reiða vegna meng­un­ar og ótt­ast vís­inda­menn að hita­bylgj­an nú sé aðeins upp­hafið. Slík­ar hita­bylgj­ur verði mun al­geng­ari nú en áður vegna loft­lags­breyt­inga í heim­in­um.

AFP
Haltern am See í Þýskalandi í dag.
Haltern am See í Þýskalandi í dag. AFP
Skógareldar geisa bæði á Spáni og í Þýskalandi.
Skógar­eld­ar geisa bæði á Spáni og í Þýskalandi. AFP
AFP
mbl.is