Metin falla eitt af öðru

Krakkar í Nice í Frakklandi þurfa ekki að mæta í …
Krakkar í Nice í Frakklandi þurfa ekki að mæta í skólann í dag út af hitanum og munu eflaust margir þeirra kæla sig niður í gosbrunnum borgarinnar. AFP

Hita­met­in falla eitt af öðru á meg­in­landi Evr­ópu en í gær voru sett ný hita­met í júní í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi. Lík­ur eru á að fleiri met falli í dag og á morg­un en fast­lega er gert ráð fyr­ir að hit­inn fari yfir 40 gráður í Frakklandi og Sviss í dag.

Frá La Concha-ströndinni í San Sebastian á Spáni.
Frá La Concha-strönd­inni í San Sebastian á Spáni. AFP

Frönsk yf­ir­völd hafa varað lands­menn við og segja að hita­svækj­an geti verið ban­væn. Ein­hverj­ir hafa gagn­rýnt varnaðarorð franskra stjórn­valda en heil­brigðisráðherra lands­ins, Agnès Buzyn, seg­ir að ekki sé vanþörf á. Hún minn­ir á að árið 2003 hafi um 15 þúsund lát­ist þar í landi í hita­bylgj­unni það ár.

Frá Mallorca í gær.
Frá Mall­orca í gær. AFP

App­el­sínu­gul viðvör­un er í gildi um nán­ast allt Frakk­land og sveit­ar­stjórn­ir hafa gefið út leiðbein­ing­ar um hvernig eigi að bregðast við í slík­um hita. Spænsk yf­ir­völd hafa einnig gefið út viðvar­an­ir en þar ótt­ast menn að skógar­eld­ar geti kviknað og valdið veru­legu tjóni.

Í gær mæld­ist hit­inn 38,6 gráður í  Coschen í Brand­en­burg sem er hita­met í Þýskalandi í júní. Í Padzyn í Póllandi og Doks­any í Tékklandi voru einnig sett lands­met í hita í júní en þar var 38,2 og 38,9 stiga hiti í gær. 

Frétt BBC

AFP
mbl.is