Fulltrúar Landverndar afhentu Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra í dag undirskriftir 5.431 Íslendinga til stuðnings þess að friðlýsing Drangajökulsvíðerna verði hraðað, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Umrætt svæði nær einnig til athafnasvæði Vesturverks vegna byggingu Hvalárvirkjunar.
Fram kemur í tilkynningu Landverndar að Náttúrufræðistofnun Íslands hafi lagt til að víðernin verði sett á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og nær sú tillaga illaga til alls áhrifasvæðis fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar.
Undirskriftasöfnunin hefur staðið frá því í febrúar og hefur hún aðeins verið kynnt á samfélagsmiðlum og aðsendum greinum í fjölmiðlum vegna fjárskorts, segir í tilkynningunni. Er tekið fram að enn sé hægt að skrifa undir áskorun um að hraða vinnu við friðlýsingu svæðisins.