Banna notkun á plastáhöldum

Í fyrrasumar setti BOX upp götubitamarkað í Skeifunni.
Í fyrrasumar setti BOX upp götubitamarkað í Skeifunni. mbl.is/​Hari

Mat­ar­torg verður í sum­ar á Miðbakka við Gömlu höfn­ina í Reykja­vík og er und­ir­bún­ing­ur í full­um gangi.

Faxa­flóa­hafn­ir aug­lýstu á dög­un­um eft­ir um­sókn­um áhuga­samra að vera með mat­ar­vagna og mat­ar­bíla á svæðinu og bár­ust nokkr­ar um­sókn­ir, að sögn Hild­ar Gunn­laugs­dótt­ur skipu­lags­full­trúa Faxa­flóa­hafna.

Í aug­lýs­ing­unni er tekið fram að ekki sé heim­ilt að bera fram mat í einnota umbúðum úr plasti eða vera með hnífa­pör, rör og annað slíkt úr plasti. „Við höf­um ekki áður verið með þau skil­yrði að ekki megi nota plastáhöld en okk­ur finnst eig­in­lega óá­byrgt að gera það ekki,“ seg­ir Hild­ur í Morgu­blaðinu í dag.

Hún seg­ir að ýms­ir mögu­leik­ar séu fyr­ir hendi í þess­um efn­um. Til dæm­is noti marg­ir svo­kallaðir „take away“ staðir ekki plastáhöld. Hægt sé t.d. að nota papparör, einnota hnífa­pör úr létt­um við, hnífa­pör úr efni sem brotn­ar niður (ólíkt plasti) og ílát úr papp­ír og pappa.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: