„Geggjað framúrstefnulegt trix“

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ráðherra hæðist að Hjör­leifi Hall­gríms­syni en hann gagn­rýn­ir fram­göngu Sjálf­stæðis­flokks­ins í mál­efn­um er varða þriðja orkupakk­ann í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í gær. „Fagri ferðamálaráðherr­ann með mörgu nöfn­in“ er það sem Hjör­leif­ur, fyrr­ver­andi rit­stjóri viku­dags á Ak­ur­eyri, kall­ar Þór­dísi.

Geggjað framúr­stefnu­legt trix að þykj­ast ekki - eða leggja ekki á sig að muna nafn á konu,“ skrif­ar Þór­dís Kol­brún á Twitter-síðu sína í morg­un.

Álag á þeim. Þór­dís Kol­brún eru 13 staf­ir. Guðlaug­ur Þór eru 12. Ég legg ekki meira á ykk­ur krakk­ar,“ bæt­ir Þór­dís við.

Hjör­leif­ur sak­ar ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins um að „bulla út í eitt“ á fund­um um að orkupakk­inn skipti engu máli.

mbl.is