Hinsegin hátíð í dýragarði

Mörgæsirnar Reggie og Ronnie standa með borðanum og eru líklega …
Mörgæsirnar Reggie og Ronnie standa með borðanum og eru líklega miklir stuðningsmörgæsir hinseginréttinda. Ljósmynd/ZSL London Zoo

Starfs­menn dýrag­arðsins í London hafa komið fyr­ir sér­stök­um borða á strönd mörgæs­anna til heiðurs pars­ins Ronnie og Reggie. Þann sjötta júlí er gleðigang­an í London og vegna þessa hef­ur dýrag­arður borg­ar­inn­ar ákveðið að efna til sér­stakr­ar hátíðar.

Ronnie og Reggie hafa átt í ástríku sambandi frá 2014.
Ronnie og Reggie hafa átt í ást­ríku sam­bandi frá 2014. Ljós­mynd/​ZSL London Zoo

Mörgæs­irn­ar Ronnie og Reggie tóku sam­an árið 2014 og ætt­leiddu egg ári seinna sem mörgæsap­ar hafði yf­ir­gefið. Þeir skiptu með sér for­eldra­verk­efn­un­um þangað til ung­inn, Kyt­on, yf­ir­gaf hreiðrið, að því er fram kem­ur á vef dýrag­arðsins.

Í dýrag­arðinum búa í heild 93 mörgæs­ir og eru fleiri hinseg­in pör í hópn­um, þar á meðal Na­dja og Zimmer auk Dev og Mart­in.

mbl.is