„Verðum að ganga mun lengra“

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi um Parísarsamkomulagið.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi um Parísarsamkomulagið. AFP

Á fundi G20-ríkj­anna, 19 stærstu iðnríkja heims og Evr­ópu­sam­bands­ins, í Osaka í Jap­an samþykktu 19 ríki Par­ís­ar­sam­komu­lagið að und­an­skild­um Banda­ríkj­un­um. Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands, vildi að gengið væri enn lengra í aðgerðum gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

„Við verðum að forðast að taka skref aft­ur á bak. Við verðum að ganga mun lengra,“ sagði Macron eft­ir samn­ingaviðræður ríkj­anna um orðalag sam­komu­lags­ins. Par­ís­ar­sam­komu­lagið skyld­ar rík­in til að grípa til aðgerða og sporna gegn lofts­lags­breyt­ing­um meðal ann­ars með því að draga úr út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda. 

Tveggja daga leiðtoga­fund­ur G20-ríkj­anna hófst í Osaka í Jap­an í gær. Aðild­ar­rík­in eru Banda­rík­in, Kan­ada, Bras­il­ía, Arg­entína, Bret­land, Frakk­land, Ítal­ía, Þýska­land, Indó­nesía, Jap­an, Kína, Tyrk­land, Ástr­al­ía, Ind­land, Mexí­kó, Rúss­land, Sádi-Ar­ab­ía, Suður-Afr­íka og Suður-Kórea, auk Evr­ópu­sam­bands­ins.

mbl.is