Enn fjölgar fríverslunarsamningum ESB

Fríverslunarsamningar Evrópusambandsins við Víetnam, annars vegar, og Argentínu, Brasilíu, Paragvæ …
Fríverslunarsamningar Evrópusambandsins við Víetnam, annars vegar, og Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ, hins vegar, voru undirritaðir um helgina. Þeir taka þó ekki gildi fyrr en Evrópuþingið hefur samþykkt þá. AFP

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur und­ir­ritað tvo nýja fríversl­un­ar­samn­inga, ann­an við Víet­nam og hinn við Mercos­ur-rík­in fjög­ur, Arg­entínu, Bras­il­íu, Úrúg­væ og Parag­væ.

Samn­ingn­um við Víet­nam hef­ur verið lýst sem stærsta fríversl­un­ar­samn­ingi sem vest­rænt ríki hef­ur gert við þró­un­ar­land. Toll­ar verða felld­ir niður á 99% inn­flutn­ings á milli ríkj­anna, en auk toll­aniður­fell­ing­ar eru í samn­ingn­um ákvæði um rétt­indi verka­fólks, hug­verka­rétt og um­hverf­isstaðlar. Er þetta ann­ar fríversl­un­ar­samn­ing­ur sam­bands­ins við Suðaust­ur-Asíu­ríki, en Singa­púr og ESB riðu á vaðið fyr­ir ári.

Cecilia Malmström, viðskipta­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, seg­ir samn­ing­inn til­heyra næstu kyn­slóð fríversl­un­ar­samn­inga þar sem tekið er á fleiru en aðeins viðskipta­hindr­un­um milli ríkj­anna. Sver hann sig því í ætt við fríversl­un­ar­samn­ing ESB og Jap­ans sem und­ir­ritaður var í fyrra en hann er sagður stærsti fríversl­un­ar­samn­ing­ur sem und­ir­ritaður hef­ur verið frá stofn­un Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar (WTO) enda standa aðilarn­ir tveir und­ir um þriðjungi heims­fram­leiðslunn­ar.

Fatnaður, skór, snjallsím­ar og smá­hlut­ir í raf­tæki eru helstu út­flutn­ings­vör­ur Víet­nama, en hag­kerfi lands­ins bygg­ir að miklu leyti á ódýrri fram­leiðslu fyr­ir vest­ræn­an markað vegna þess hve lág laun eru í land­inu. Landið hef­ur til skamms tíma hagn­ast veru­lega á tolla­stríði Banda­ríkj­anna og Kína og tekið við fram­leiðslu á vör­um fyr­ir Banda­ríkja­markað sem áður komu frá Kína.

Blik­ur eru þó á lofti eft­ir að Trump Banda­ríkja­for­seti sagðist aðspurður, upp úr þurru, í viðtali við Fox-sjón­varps­stöðina vera að íhuga tolla­lagn­ingu á landið. Sagði hann að Víet­nam væri „næst­um versti níðing­ur allra“. Ríkið er enda, líkt og Kína, komm­ún­ista­ríki þar sem flokk­ur­inn og ríkið eru sem eitt, og hef­ur langa sögu af að fang­elsa aðgerðasinna og blaðamenn.

Malmström, viðskipta­stjóri ESB, sagði við fjöl­miðla að hún teldi fríversl­un­ar­samn­ing­inn ekki leysa þessi vanda­mál, en að hann opnaði á mögu­leik­ann á sam­tali við ríkið frek­ar en að það yrði ein­angrað og gerði það sem því sýnd­ist.

Macron þrýst­ir á Bol­son­aro

Fríversl­un­ar­samn­ing­ur ESB og Suður-Am­er­íku­ríkj­anna fjög­urra var und­ir­ritaður á föstu­dag. Hann tek­ur til 780 millj­óna íbúa, en ESB og rík­in fjög­ur eiga ár­lega í vöru- og þjón­ustu­viðskipt­um upp á yfir 120.000 millj­arða króna.

Andað hafði köldu milli Jair Bol­son­aro, for­seta Bras­il­íu, og Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seta og hafði sá franski hótað því að ekk­ert yrði af fríversl­un­ar­samn­ingn­um ef Bol­son­aro léti verða af því að draga Bras­il­íu út úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu líkt og hann hef­ur áður látið í veðri vaka. Fyr­ir und­ir­rit­un hitt­ust for­set­arn­ir í Bras­il­íu og bauð Bol­son­aro Frakk­lands­for­seta í skoðun­ar­ferð um Amazon-regn­skóg­inn. Virðist það hafa nægt til að lægja öld­urn­ar, því samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður stuttu síðar, og munu bras­il­ísk stjórn­völd því að öll­um lík­ind­um halda sér inn­an sam­komu­lags­ins.

mbl.is