Japanar hefja hvalveiðar að nýju

Tvær hrefnur veiddust í dag á fyrsta degi hvalveiða í …
Tvær hrefnur veiddust í dag á fyrsta degi hvalveiða í atvinnuskyni í þrjá áratugi. AFP

Fimm japönsk hval­veiðiskip hafa lagt af stað á hrefnu­veiðar í at­vinnu­skyni í fyrsta skiptið í ára­tugi, þrátt fyr­ir mikla gagn­rýni frá alþjóðasam­fé­lag­inu.

Skip­in hafa leyfi til að veiða sam­tals 227 hrefn­ur, sand­reyðar og Bala­enoptera brydei (ís­lenskt heiti vant­ar), en sú teg­und er skyld hrefnu en þó aðeins stærri. 

Jap­an­ir stunduðu síðast hval­veiðar í at­vinnu­skyni árið 1986 en hafa síðan þá haldið hval­veiðum áfram í rann­sókn­ar­til­gangi sam­kvæmt BBC. Alþjóðahval­veiðiráðið bannaði hval­veiðar í at­vinnu­skyni árið 1986 og hafa japönsk stjórn­völd ít­rekað, en án ár­ang­urs, reynt að fá ráðið til að samþykkja að Jap­an fái að hefja hval­veiðar í at­vinnu­skyni á ný. 

Jap­an­ar hafa nú sagt sig úr Alþjóðahval­veiðiráðinu, en úr­sögn­in tók gildi í gær og líkt og japönsk stjórn­völd gerðu ráð fyr­ir hóf­ust hval­veiðar í dag. 

Fjöl­mörg minni sam­fé­lög við strend­ur Jap­ans hafa stundað hval­veiðar öld­um sam­an, en neysla hval­kjöts færðist veru­lega í auk­ana eft­ir aðra heims­styrj­öld­ina þegar skort­ur var á öðrum mat­væl­um. 

Síðan 1987 hafa Jap­an­ar veitt á bil­inu 200 til 1.200 hvali ár­lega í skjóli und­an­tekn­ing­ar frá banni Alþjóðahval­veiðiráðsins, um hval­veiðar í rann­sókn­ar­skyni. Kjöt þeirra hvala hef­ur þó í flest­um til­fell­um endað á markaði. 

Hrefnu lyft af hvalveiðiskipi í Japan í dag.
Hrefnu lyft af hval­veiðiskipi í Jap­an í dag. AFP
mbl.is