Reyndu að brjótast inn í þinghúsið

Mótmælendur reyna að brjóta sér leið inn í þinghúsið í …
Mótmælendur reyna að brjóta sér leið inn í þinghúsið í Hong Kong. AFP

Mótmælendur í Hong Kong reyndu í dag að brjótast inn í þinghús sjálfstjórnarsvæðisins, en 22 ár eru liðin frá því að Bretar afhentu Kínverjum yfirráð yfir borginni.

Lögregla hefur beitt táragasi og kylfum í tilraun til þess að halda aftur af mótmælendum sem reyndu að trufla fánahyllingarathöfn.

Íbúar Hong Kong halda árlega viðburði og krefjast lýðræðis á deginum sem markar yfirráð Kína yfir landinu, en stjórnvöld hafa biðlað til skipuleggenda viðburðanna að aflýsa þeim af öryggisástæðum.

Lögregla hefur beitt táragasi og kylfum.
Lögregla hefur beitt táragasi og kylfum. AFP

Mótmælaalda hefur geisað í Hong Kong síðan frumvarp sem myndi leyfa framsal afbrotamanna til Kína var lagt fram á þinginu. Afgreiðslu frumvarpsins hefur verið frestað um óákveðinn tíma, en mótmælendur láta engan bilbug á sér finna og krefjast þess nú afsagnar héraðsstjórans Carrie Lam.

mbl.is