Veiða hvali sem eru í útrýmingarhættu

Dauður hvalur kominn á land eftir veiðar dagsins.
Dauður hvalur kominn á land eftir veiðar dagsins. AFP

Ein af þeim þrem­ur teg­und­um, sem Jap­an­ar hófu að veiða í at­vinnu­skyni fyrr í dag, á það á hættu að hverfa af yf­ir­borði jarðar. Und­ir­stofn­ar hinna tveggja teg­und­anna eru held­ur ekki í góðu ástandi, segja sér­fræðing­ar.

„Í dag er besti dag­ur­inn,“ sagði Yos­hifumi Kai, formaður jap­anska smá­báta­hval­veiðasam­bands­ins, þar sem hann horfði á hval­veiðimenn draga rúm­lega átta metra langa hrefnu á land í bæn­um Kus­hiro í Norður-Jap­an í dag.

Aðeins nokkr­um klukku­stund­um áður höfðu fyrstu japönsku skip­in haldið til veiða í at­vinnu­skyni, en þær hafa ekki verið leyfðar í land­inu í 31 ár.

„Við náðum að veiða góðan hval. Hann á eft­ir að verða ljúf­feng­ur,“ bætti Kai við, í sam­tali við blaðamann AFP, og brosti.

Helltu víni yfir hval­inn

Ódaun lagði frá gapandi gini hvals­ins, sem var hífður með neti af bátn­um og aft­an á vöru­flutn­inga­bíl. Skorið hafði verið á maga hans á sjó úti til að veita burt mestu af blóðinu, sem halda á kjöt­inu fersku í lengri tíma.

Enn seytlaði þó blóð af dauðum hvaln­um og niður á bryggj­una, en at­hug­ul­ir vinnu­menn voru fljót­ir að skola það í burtu, og hræið um leið. Að því loknu flykkt­ust hval­veiðimenn að, í hvít­um stíg­vél­um og með hvíta hjálma á höfði, og helltu hver á fæt­ur öðrum japönsku hrís­grjóna­víni - sake - yfir dýrið. Göml­um hefðum sam­kvæmt.

Stærst á eft­ir steypireyði og langreyði

Yoshifumi Kai, formaður japanska smábátahvalveiðasambandsins, ræðir við fjölmiðla í dag.
Yos­hifumi Kai, formaður jap­anska smá­báta­hval­veiðasam­bands­ins, ræðir við fjöl­miðla í dag. AFP

Eft­ir að stjórn­völd Jap­ans sögðu sig úr Alþjóðahval­veiðiráðinu í lok síðasta árs, til­kynntu þau að alls yrði heim­ilt að veiða 227 af þess­um stærstu dýr­um jarðar til des­em­ber­loka í ár.

Dýr­in 227 eru af þrem­ur teg­und­um, en heim­ilt er nú að veiða 150 skorur­eyðar, 52 suður­hvels­hrefn­ur og 25 sand­reyðar. Þær síðast­nefndu eru í út­rým­ing­ar­hættu, sam­kvæmt út­tekt Alþjóðanátt­úru­vernd­ar­sam­bands­ins IUCN, sem hef­ur metið ástand yfir hundrað þúsund mis­mun­andi dýra og jurta.

Sand­reyður, sem nær yf­ir­leitt 20 metra lengd og er stærsta teg­und hvala á eft­ir steypireyði og langreyði, var einnig uppistaða þeirra veiða sem Jap­an­ar sögðust stunda í vís­inda­skyni frá því snemma á þess­ari öld og fram til árs­ins 2017.

Hval­veiðimenn geri ekki neitt rangt

Und­ir­stofn­ar hinna tveggja teg­und­anna hafa held­ur ekki verið metn­ir í góðu ástandi, eins og áður sagði, þótt yf­ir­teg­und­irn­ar flokk­ist fjær út­rým­ingu en sand­reyðurin ger­ir.

Spurður út í gagn­rýni nátt­úru­vernd­arsinna og annarra sem látið hafa sig málið varða, seg­ir Kai að hval­veiðimenn séu ekki að gera neitt rangt.

„Við höf­um ekk­ert til að skamm­ast okk­ar fyr­ir.“

mbl.is