Eins og að stunda veiðar á Jökulsárlóni

Helga María AK kom til bæjarins Ilulissat á vesturströnd Gænlands …
Helga María AK kom til bæjarins Ilulissat á vesturströnd Gænlands fyrir helgina. Ljósmynd/HB Grandi

Ef ég ætti að nota ein­hverja lík­ingu þá dett­ur mér í hug að þetta sé lík­ast því að stunda tog­veiðar á Jök­uls­ár­lóni, bara á millj­ón sinn­um stærra hafsvæði.“

Svona lýs­ir Heim­ir Guðbjörns­son, skip­stjóri á Helgu Maríu AK, leiðangri á veg­um Nátt­úru­auðlinda­stofu Græn­lands í svo­kölluðum Diskóflóa, en stof­an leig­ir skipið af HB Granda í sum­ar með það að mark­miði að kanna rækju- og grá­lúðustofna við Vest­ur-Græn­land.

Þetta er búið að vera spenn­andi verk­efni en jafn­framt krefj­andi,“ er haft eft­ir Heimi á vef HB Granda.

Sá hátt­ur er hafður á við rann­sókn­irn­ar að togað er með rækjutroll­inu í 15 mín­út­ur í senn og seltu­magn og hita­stig sjáv­ar mælt. 

Það hef­ur valdið okk­ur nokkr­um erfiðleik­um hér norður­frá að haf­ís­jak­ar eru úti um allt. Þeir stærstu koma fram á rat­sjá en minni mol­ana verðum við að koma auga á. Það er af og til mik­il þoka yfir svæðinu, sér­stak­lega hér í Diskófló­an­um, og menn verða því stöðugt að vera á varðbergi. Hér fyr­ir inn­an er fjörður þar sem skriðjök­ull nær langt út í sjó. Það brotna stöðugt heilu fjöll­in úr jökl­in­um og fjörður­inn er kjaft­full­ur af haf­ís sem svo rek­ur út á Diskófló­ann.

mbl.is