Hver er hinn nýi leiðtogi ESB?

Ursula von der Leyen, tilvonandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, tilvonandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AFP

Ursula von der Leyen hef­ur verið til­nefnd til for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, fyrst kvenna. Embættið er annað tveggja valda­mestu embætta sam­bands­ins ásamt for­seta leiðtogaráðsins.

Ursula þessi er flokks­bund­in Kristi­lega demó­krata­flokkn­um þýska, flokki Ang­elu Merkel kansl­ara. Hún hef­ur gegnt embætti varn­ar­málaráðherra Þýska­lands frá ár­inu 2013 en læt­ur nú af störf­um til að taka við fram­kvæmd­ar­vald­inu í Evr­ópu­sam­band­inu úr hönd­um Lúx­em­borg­ar­ans Jean-Clau­de Juncker, en kjör­tíma­bil hans renn­ur út 1. októ­ber.

Hún er fædd í Brus­sel, höfuðborg Evr­ópu­sam­bands­ins, árið 1958 og tal­ar reiprenn­andi þýsku og frönsku en Frakk­ar hafa jafn­an gert það að skil­yrði fyr­ir stuðningi sín­um við fram­bjóðend­ur. Hún nam hag­fræði við Há­skól­ann í Gött­ingen og London School of Economics en skipti síðar yfir í lækn­is­fræði í Hanno­ver þaðan sem hún út­skrifaðist.

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kveður senn.
Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, kveður senn. AFP

Sem varn­ar­málaráðherra hef­ur von der Leyen talað fyr­ir því að Þýska­land beiti sér af meiri festu á alþjóðagrund­velli og sætti það til að mynda tíðind­um þegar hún ákvað árið 2014 að senda þýska her­menn til stuðnings her­sveit­um í Írak. Þjóðverj­ar hafa frá lok­um seinna stríðs verið var­færn­ir til þátt­töku í hvers kyns hernaðaraðgerðum og má segja að ákvörðunin hafi markað straum­hvörf í af­stöðu þýskra stjórn­valda.

Hún hef­ur stutt þving­un­araðgerðir evr­ópskra ríkja í garð Rússa vegna ólög­legr­ar inn­limun­ar Krímskaga árið 2014 og kallað eft­ir frek­ari stuðningi Atlants­hafs­banda­lags­ins við Eystra­salts­rík­in vegna hætt­unn­ar af Rúss­um.

Mál­svari Evr­ópu­samrun­ans

Rétt eins og for­veri henn­ar í embætti, Jean-Clau­de Juncker, horf­ir von der Leyen já­kvæðum aug­um til fyr­ir­hugaðs Evr­ópu­samruna og hef­ur látið hafa eft­ir sér að hún sjái fyr­ir sér evr­ópskt sam­bands­ríki (e. United States of Europe) að banda­rískri, sviss­neskri og þýskri fyr­ir­mynd þar sem Evr­ópu­sam­bandið fer með stjórn á grund­vall­ar­atriðum skatta og fjár­laga, en þó þannig að aðild­ar­rík­in hafi visst frelsi í þeim mál­um.

Von der Leyen hefur aukið þátttöku Þjóðverja í hernaðaraðgerðum á …
Von der Leyen hef­ur aukið þátt­töku Þjóðverja í hernaðaraðgerðum á er­lendri grundu. AFP

Þá hef­ur hún sagt að stofn­un Evr­ópu­hers, sem er á dag­skrá, eigi að vera lang­tíma­mark­mið sam­bands­ins. Von der Leyen hef­ur haldið því fram að úr­sögn Breta úr sam­band­inu verði til þess að auðvelda samruna enda hafi Bret­ar lengi vel „haldið sam­band­inu í gísl­ingu“ og kosið gegn „öllu sem heit­ir Evr­ópa“.

Mann­rétt­indi

Ursula von der Leyen kaus með lög­leiðingu hjóna­banda sam­kyn­hneigðra árið 2017, þvert á yf­ir­lýsta stefnu flokks síns og Ang­elu Merkel. Kansl­ar­inn hafði þó gefið það út fyr­ir fram að þing­mönn­um væri frjálst að fylgja eig­in sann­fær­ingu í mál­inu, sem kom til umræðu vegna þrýst­ings frá sam­starfs­flokkn­um Jafnaðarmönn­um. Fór svo að málið var samþykkt. Von der Leyen hef­ur einnig talað máli sam­kynja hjóna sem berj­ast fyr­ir rétti til ætt­leiðing­ar í Þýskalandi.

Árið 2013 barðist von der Leyen án ár­ang­urs fyr­ir frum­varpi sem hefði sett lág­marks­kvóta á þátt­töku hvors kyns í stjórn­um fyr­ir­tækja í Þýskalandi. 20% árið 2018 og hækkað upp í 40% 2023.

Nýliði í Brus­sel

Þrátt fyr­ir að hafa fæðst í borg­inni hef­ur Ursula von der Leyen ekki áður unnið inn­an stjórn­kerf­is Evr­ópu­sam­bands­ins í Brus­sel. 

Ákvörðunin um að skipa von der Leyen kem­ur mörg­um í opna skjöldu, ekki síst vegna þess að hún var ekki odd­viti neins banda­lags í Evr­ópuþing­kosn­ing­un­um í maí, en sam­kvæmt Lissa­bon-sátt­mál­an­um ber leiðtogaráðinu að hafa niður­stöður kosn­ing­anna til hliðsjón­ar við skip­an fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar. Buðu flokka­banda­lög­in á þing­inu enda fram sína odd­vita (Spitzenk­andi­dat) til starfs­ins, sam­kvæmt odd­vita­fyr­ir­komu­lag­inu svo­kallaða.

Svo gæti farið að Evr­ópuþingið hafni út­nefn­ingu von der Leyen og mun málið þá senni­lega enda á borði leiðtogaráðsins á ný. Evr­ópuþing­menn hafa marg­ir hverj­ir, frá því odd­vita­fyr­ir­komu­lagið var tekið upp árið 2014, lagt mikla áherslu á að leiðtogaráðið virði það og skipi einn af odd­vit­um flokka­banda­lag­anna í embættið.

Charles Michel, fráfarandi forsætisráðherra Belgíu, verður næsti forseti leiðtogaráðs sambandsins. …
Char­les Michel, frá­far­andi for­sæt­is­ráðherra Belg­íu, verður næsti for­seti leiðtogaráðs sam­bands­ins. Sam­an munu þau von der Leyen leiða sam­bandið inn í nýja tíma næstu fimm árin. AFP
mbl.is